Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 29
f Gomlu Reykjavík Þegar hún skúraði, var hún ineð tandurhreina strigasvuntu og smokka ... í þriðja lagi verður að hugsa um mannorð familíunnar. ,,Forsjónin“ er reyndar kominn til guðs, og „Mín kona“. Amma líklega líka. Ömmur eru svo yfirtak góðar, stendur í öllum bókum. En það eru „Skammirnar“. Þeir fengju ekki framlengda víxlana, eða hús- næðismálalán. Ætli þeir yrðu ekki reknir úr Rotarý, Kiwanis, Lions eða hvert það nú er, sem þeir skreppa til að gera góðverkin, þegar annir leyfa. Svo er það „Góða stelpan“ hennar ömmu, 'hugsið ykkur, sem er í Zonta og kirkjukór ... Auðvitað gæti ég skrifað ykkur um þessa 'leiki, sem algert trúnaðarmál, af því ég veit þið eruð heiðarlegir menn. Eníngameningasúkkendíið var alstaðar, og obeldobeldommodíið. Svo kom, det skal komme í rallisí litla skans og gría, en sumstaðar expressdobuldexið. Svo voru það spáleikirnir. Þeir voru ofboð saklausir, og alvarlegir. Hvar áttu að eiga heima þegar þú ert orðin stór, og byrjað á efsta hnappnum. Kot, hús, slot, kot hús slot ... Gaman þætti mér að sjá framan í þann sem gæti búið til leik úr rennilásum ... Svo voru mannvirðingarnar: Maddama, kerling, fröken, frú, fjósakerling, það ert þú . .. Á ég að segja þér nokkuð, hann pabbi þinn er kökkur ... Allir meðganga þetta, en kannski hafa sumir gleymt framhaldinu: Mamma þín er rokkur, og þú ert sjálfur dr .... sokkur. Fólk getur gleymt fleiru en símareikning- unum. Munnsöfnuður heyrðist oft nefndur á mínu heimi'li, sem amroa sagði að „Skammirnar" lærðu á götunni. Ekki veit ég það, hvort „Skammirnar“ lærðu eða kenndu, einu gildir, allir kunnu þessa fyrirmuni, ég líka, hvað gat ég gert að því ... Ég var svo fljót að læra, sumt ... En þó maður kunni eitthvað, þarf ekki alltaf að vera að segja það, nema þegar þeir voru að hrekkja okkur, eins og þegar Óli, póli, skítaróli skoppaði gjörðinni beint inn í hringinn, þegar við vorum í grænni lautu. Amma gat líka komið fyrir sig orði, ekki bar á öðru, þegar hún var að gæla við „Skammarskammirnar“ sínar. Sokkaþrælar, skóböðlar, buxnaníð- ingar, kjaftabyssur, rustar og rumbaldar, en „Forsjóninni" var nóg boðið þegar þeir voru orðnir dr .... skrúfur ... „Forsjónin“ sagði aldrei Ijótt, bara andans, devils, grefils, ankotans, og svoleiðis. Aldrei voru „Skammirnar“ verri en á sunnudögum, af því þá voru þeir í sparifötunum. Riðlandi upp á skítakömrum og ryðguðum skúrþökum. Amma vissi ekki hvað hlífði þeim við beinbrotum og lífláti, en „Mín kona“ 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.