Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Side 38
Tímarit Máls og menningar
strákarnir voru að æpa: „Það kostar fimm aura, það kostar fimm aura, að
fara inn í Bjarnaborg og kyssa stelpurnar."
Þær vildu það ekki heldur, og þeir þorðu það ekki heldur, þessir hræðslu-
púkar, sem stóðu inn í portum, öskrandi: Urrdanbíttann! urrdanbíttann! ef
þeir sáu hundkvikindisgrey, og voru skíthræddir við hann. Svona eru strákar.
Amma hér og amma þar!
„Nú er þjarkað í Þjóðólfi og logið í Lögréttu.“ Amma datt innúr dyr-
unum, þegar aht var komið í svarra hjá „Skömmunum“ í spilamennskunni.
Enginn kunni spilið, allir brúkuðu rangt! „Svona, svona, látið þið ekki eins
og þið 'hafið étið ... Nú sláum við í púkk. Það kunna allir, og enginn getur
brúkað rangt.“
Jæja, ekki það!
Ég veit ekki betur en þeir bíti sundur kvarnirnar, þegar þeir eru að verða
krúkk, svo hlæja þeir eins og hross, þegar maður tapar.
Ég klæði pamfílinn! Nei! ég! Þú getur klætt púkkið. Ég klæði alltaf döm-
una.
„Teldu rýjan mín, þér fer það betur úr hendi en strákunum!"
Ég var einmitt að byrja að græða þegar „Forsjónin“ stóð í dyrunum.
„Þið fylgið henni hekn á leið“. Allir urðu eins í framan.
„Sér er nú hvað! Það var ekki svo nauið hjá „pabba sáluga“ þó dormað
væri yfir spilum frameftir. Þetta er úr föðurættinni. Hann þekkir það, hann
séra Brynjólfur, þarna ausfcur í Mysuhéruðunum, uppá punkt og prik. „Ekk-
ert fékk hann Binni bróðir.“
Amma hafði útispjót um alla fjórðunga uppá ættirnar, og tók innanúr
hverjum manni sem í kallfæri var, líka krökkunum.
„Hverra manna var hún? Núú!“ Þetta hefði hún átt að geta sagt sér sjálf,
og pírði augunum á eintakið. Það var á henni Engeyjarlopinn. Forkunnar
skipasmiðir___
Væri amma nærlendis þegar konugarmarnir í grenndinni skömmuðu
„Skammirnar“ og ekki að ósekju, átti hún sér einkar snotran orðaforða þeim
til handa, en „Mín kona“ lét kyrrt. „Hverslags orðbragð er á þessari bryðju
við börnin!“ í annan tíma var hún ferlíki, brikk eða bredda, hippatía, flikki,
flegða, ména, svemla eða brengla, allt eftir ummáli og útsjón, stritla, strunta,
kirna og kolrassa, sem vann það eitt til óhelgis, að vera dimmleit.
Þessutan voru þær hinar sömu „alminnilegheitamanneskjur“ í hverri grein,
sem sátu fyrir henni þegar hún gekk hjá. „Ekki gæti hún víst komið í prjón
132