Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 54
Timarit Máls og menningar LÍKAFRÓN: Nei ... Ég ætla að vona það. Stutt þögn. Annars er það ekki óvaninn sem <bagar mig. Ekki óvaninn ... Ég hef áður farið í snjómokstur dag og dag ... Það er skóflan! baldi: Skóflan? líkafrón: Já. Það er hún. Það er hún sem er eitthvað undarleg. baldi : Hvernig? LÍKAFRÓn: Alltaf að snúast í höndunum á manni. baldi : Það er bara af því, að þú ert óvanur. lÍkafrón: Nei. Það er ekki bara af því! Það er annað. Það er skóflan. Hún er eitthvað undarleg. Mér fellur hún ekki. baldi : Fáðu mér hana! líkafrón: Ha? BALDi: Láttu mig líta á hana! líkafrÓn: Ég er ekki að segja, að það sjáist neitt á henni. baldi : Leyfðu mér að prófa hana! LÍkafrón : Það get ég sosum gert. Hérna er 'hún! baldi tekur viS skóflunni og skoðar hana: Þetta er alveg samskonar skófla og mín! LÍKAFRÓn: Ég sagði líka, að það sæist ekki á henni. baldi : Þá er bezt að prófa hana! Mokar. Fínasta skófla! Kannski ívið léttari en mín, ef nokkuð er. Hana, taktu við henni aftur! Það er ekkert að henni! líkafrÓn tekur við skóflunni: Það getur nú verið samt, þó að þú finnir það ekki strax. baldi : Ég hef mokað með skóflum allt mitt líf. Ég veit allt um skóflur. Og ég segi þér, að það er ekkert að henni! líkafrón: Það er sama samt. baldi: Nú? líkafrón : Hún er eitthvað undarleg. Mér fellur hún ekki. baldi: Jæja, þá fellur þér hún ekki! Það er til lítils að vera að klaga yfir þessu við mig. Ekki er ég neinn verkstjóri. lÍkafrón stendur og hvílir sig fram á skófluna: Ég var heldur ekki að klaga neitt. Ég bara sagði svona, af því að mér finnst þetta. Eins og núna til dæmis: Þegar maður stendur svona og styður sig við hana til að hvíla sig, þá hvilist maður ekkert! baldi : Þér finnst kannski að þú ættir að geta sofið á henni? Líkafrón þegir. 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.