Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 54
Timarit Máls og menningar
LÍKAFRÓN: Nei ... Ég ætla að vona það. Stutt þögn. Annars er það ekki
óvaninn sem <bagar mig. Ekki óvaninn ... Ég hef áður farið í snjómokstur
dag og dag ... Það er skóflan!
baldi: Skóflan?
líkafrón: Já. Það er hún. Það er hún sem er eitthvað undarleg.
baldi : Hvernig?
LÍKAFRÓn: Alltaf að snúast í höndunum á manni.
baldi : Það er bara af því, að þú ert óvanur.
lÍkafrón: Nei. Það er ekki bara af því! Það er annað. Það er skóflan. Hún
er eitthvað undarleg. Mér fellur hún ekki.
baldi : Fáðu mér hana!
líkafrón: Ha?
BALDi: Láttu mig líta á hana!
líkafrÓn: Ég er ekki að segja, að það sjáist neitt á henni.
baldi : Leyfðu mér að prófa hana!
LÍkafrón : Það get ég sosum gert. Hérna er 'hún!
baldi tekur viS skóflunni og skoðar hana: Þetta er alveg samskonar skófla
og mín!
LÍKAFRÓn: Ég sagði líka, að það sæist ekki á henni.
baldi : Þá er bezt að prófa hana! Mokar. Fínasta skófla! Kannski ívið léttari
en mín, ef nokkuð er. Hana, taktu við henni aftur! Það er ekkert að henni!
líkafrÓn tekur við skóflunni: Það getur nú verið samt, þó að þú finnir það
ekki strax.
baldi : Ég hef mokað með skóflum allt mitt líf. Ég veit allt um skóflur. Og
ég segi þér, að það er ekkert að henni!
líkafrón: Það er sama samt.
baldi: Nú?
líkafrón : Hún er eitthvað undarleg. Mér fellur hún ekki.
baldi: Jæja, þá fellur þér hún ekki! Það er til lítils að vera að klaga yfir
þessu við mig. Ekki er ég neinn verkstjóri.
lÍkafrón stendur og hvílir sig fram á skófluna: Ég var heldur ekki að klaga
neitt. Ég bara sagði svona, af því að mér finnst þetta. Eins og núna til
dæmis: Þegar maður stendur svona og styður sig við hana til að hvíla
sig, þá hvilist maður ekkert!
baldi : Þér finnst kannski að þú ættir að geta sofið á henni?
Líkafrón þegir.
148