Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Side 56
Tímarit Máls og mcnningar
BALDI: Ég var að spyrja, hvort þú ættir íbúð?
LÍKAFRÓN drœmt: íbúð? Nei. En ég átti einu sinni hús hér á árunum — og
gaf það.
baldi hœttir aS moha: Það var skrýtið!
LÍKAFRÓN: Já, mér fannst það nú reyndar sjálfum líka, ... dálítið óskynsam-
legt að fara að gefa það. En hann heimtaði þetta.
baldi : Hann'hver?
líkafrón: Heilagur andi.
baldi gáttaður: Heilagur andi?
LÍKAFRÓN fer að moka: Það var þegar ég var í Ameríku hér á árunum . .. í
Dakota og Minnesota ... Það var þar sem ég hlaut mína útvalningu ... á
Abraham Lincolns hæð í Lincoln-'héraði ...
BALDI: Útvalningu?
líkafrón: Ójá ... í hógværð og hlýju náðarþeli, og án þess að ég bæði um
það sjálfur! Stutt þögn. Mér 'hefur verið lofað sjö þjóðum á Jesú nafn;
þar á meðal öllum f slendingum, að undanskildum sex mönnum!
baldi orðlaus.
líkafrón mœðulega: Það er ekkert fyrir þá að gera, þessa sex!
BALDI étur ejtir: Ekkert?
líkafrón með áherzlu: Ekkert! Slutt þögn. En þú hefur ekkert að óttast.
baldi : Ég?
líkafrón: Já. Þú ert ekki einn af þessum sex, því ég veit hverjir það eru. Og
þá hlýturðu líka að vera einn af hinum, þessum sem ég hef loforð fyrir!
baldi illur: Það hefur enginn loforð fyrir mér, nema tala fyrst við mig sjálf-
an. Það hefur enginn talað við mig!
lÍkafrón: Hvað áttu við?
BALDI: Bara það, að þú skalt ekki vera of viss!
líkafrón: Of viss ... Það er ég heldur ekki. Alveg viss um alla, það getur
maður aldrei verið . . . Einn og einn sauður hlýtur alltaf að týnast úr
stórri hjörð. Við því getur jafnvel ekki hinn bezti hirðir gjört! En hitt get
ég sagt þér, og það hefur Drottinn sjálfur sagt í mitt hægra eyra, að þeir
eru ekki öfundsverðir, sauðimir sem týnast fyrir fullt og allt!
baldi : Ertu þá að kalla mig sauð!
líkafrón fljótmœltur: Seisei nei. Það er bara líkingamál. Og orðið hefur
góða merkingu í Heilagri ritningu. Það er hrós um mann að vera sauður
í Heilagri ritningu!
150