Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 59
SnjómokstiiT
var það dásamlega, skilurðu! Að þetta skyldi vera svona akkúrat! Og
á þessu geturðu séð, að Drottinn narrar ekki!
baldi: Ég sé það ekki neitt!
LÍKAFRÓN: Nú?
baldi : Þó hann láti þig hafa rétt fyrir farinu! Hann hefði átt að hafa það
meira!
líkafrón: Meira?
baldi : Þú hefðir kannski fengið meira, ef þú hefðir selt húsið!
líkafrón reiður: Það veizt þú ekkert!
baldi: Mér finnst það líklegra en hitt. Og þá hefur 'hann narrað þig!
Þeir moka um stund þegjandi.
líkafrón uppúr mokstrinum: Það veit nú enginn, hvernig farið hefði með
húsið, ef ég hefði ekki gefið það. Stutt þögn. Og þetta var fátæk og barn-
mörg ekkj a sem fékk það.
BALDI mokar.
LÍkafrón uppúr mokstrinum: Hann hefur sýnt mér heiðursfesti mína á Himn-
um, þar sem er gullhringur fyrir hvert góðverk sem ég héf gert.
baldi mokar.
líkafrón réttir úr sér: Og hvað segirðu þá um sjö-þjóða-Ioforðið?
baldi stuttaralega: Því trú’ ég ekki!
LÍkafrón : Ertu að segj a mig skrökva!
baldi : Ég er ekki að segja neitt um það. Ég er bara að segja, að ég trúi því
ekki.
LÍKAFRÓN œstur: Og ég segi þér aftur, að ef ég færi með einhverja lygi, þá
dytti ég hér dauður niður á stundinni!
baldi: Það efast ég um.
líkafrón: Ha?
baldi : Ég efast um það. En ég skal trúa því, ef þú vilt. Mér er sama, hverju
ég trúi.
Þögn.
LÍkafrón : Er þér sama ?
baldi : Nákvæmlega.
LÍkafrón: Það á engum að vera sama um það, hverju hann trúir ...
baldi : Ég skal trúa því sem þú vilt. Þér ætti ekki að þykja það neitt verra!
lÍkafrón með semingi: Nei.
BALDI: Er þá ekki allt í lagi?
LÍkafrón: Ég veit það ekki. Þú segir þetta þannig ... að ég á eitthvað bágt
153