Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 60
Tímarit Máls og mcnningar
með' að taka það alvarlega. Með skyndilegum áhuga. Heyrðu, þú ættir að
fá ritin okkar!
baldi: Hvernig rit?
LÍKAFRÓN: Það eru smárit, andlegs efnis . .. Við gefum þau út sjálfir, And-
inn og ég .. . Hann les mér fyrir . . . útlistanir á versum í Biblíunni ... og
ég skrifa það niður eftir honum og má hafa mig allan við ... Stundum
talar hann svo hratt, að ég heyri blátt áfram ekki orðaskil, ég þarf að hvá
og biðja hann að endurtaka, og þá kemur fyrir að hann verður vondur
. .. Hann er stundum dálítið vanstilltur, og það hefur aukizt nú í seinni
tíð, einkum eftir að ég fór að tapa heyrn á hægra eyranu ... Hann talar
nefnilega alltaf við mig í gegnum 'hægra eyrað ... aldrei í gegnum það
vinstra! ... Skilurðu það?
baldi : Nei.
líkafrón: Nei, ég vissi það! Og hann hefur ekki heldur viljað segja mér
það . .. ég meina: hvers vegna? En svona er það nú samt. Og svo látum við
prenta þetta hjá kristnum manni í Vesturbænum ... Og stundum safnast
á okkur ökuldir í prentsmiðjunni, og þá fæ ég mér vinnu dag og dag ...
eins og núna til dæmis ... Núna erum við í undirballans ...
baldi : Þú segir fréttirnar!
LÍkafrón: Fréttir?
BALDI: Það er sem sagt allt í hönk!
líkafrón: í hönk? ... Ég veit það ekki ... Við skuldum dálítið ...
BALDI: Og það er þess vegna sem þú ert hér að moka?
líkafrón: Já, það er þess vegna. Til að jafna hallann ... Það er dýrt að
gefa út.
baldi : Þá er það bara alveg sjálfsagt!
líkafrón: Erhvað?
baldi: Er hvað! Varstu ekki að biðja mig að kaupa af ykkur þessi rit?
lÍkafrón: Ritin? Jú, það var nú eiginlega það sein ég átti við ...
baldi : Sendu þau bara í póstkröfu!
LÍkafrón: í póstkröfu?
baldi : Það er aldrei að ætla á mig heima!
LÍkafrón : Nei, ekki það, nei ...
baldi : Svto það þýðir ekkert að koma með þau.
líkafrón : Nei.
baldi: Það er það langbezta. Að senda þau í póstkröfu!
LÍkafrón : Já, ég geri það þá, eins og þú segir ...
154