Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 69
Snjómokstur
amir. Þá var ég orðinn þeim svo erfiður. Átti ekki samleið með þeim í
Andanum og vissi líka sem var, að minn akur var stærri en þeirra.
baldi: Og sástu svo ékki stúlkuna meira?
líkafrón : Nei. Ég fór norður fyrir línuna til Winnipeg og kom aldrei aftur
til St. Louis. Við sáumst aldrei eftir þetta. Stult þögn. Hún hét Sara. Það
er ein af sönnununum!
baldi : Sönnunum?
líkafrón : Já. Ég er útvalinn sem hinn þriðji Abra'ham!
BALDI œtlar að segja eitthvað, en heettir við það; mokar.
lÍkafrón : Ég er útvalinn á Abrahain Lincoln hæð. Það er líka sönnun!
baldi mokar.
LÍkafrón: Og ég heiti Líkafrón. Það er ein sönnunin til!
baldi : Að þú heitir Líkafrón?
líkafrón: Já.
baldi : Er það sönnun fyrir því, að þú sért Abraham ?
lÍkafrón: Að vissu leyti. Það gefur ábendingu.
baldi : Nú er ég hættur að skilj a!
líkafrÓn: Þú kannski skilur það, ef ég segi þér, að Drottinn vissi það
löngu áður en hann skapaði heiminn, hverja hann ætlaði að útvelja. Og
ég heiti Líkafrón, af því hann hafði ákveðið að líka Frón skyldi eignast
sinn Abraham. Frón er ísland, þú skilur það?
baldi: Það, já. Ég skil það útaf fyrir sig!
lÍkafrón: Þá ertu lika byrjaður að skilja.
baldi moJcar.
LÍKAFRÓN eftir noJckra þögn: Þú spurðir mig áðan, hvort ég hefði aldrei séð
hana aftur. Stutt þögn. Ég sá hana aldrei, en ég frétti af henni ... ári
seinna. Stutt þögn. Þá giftist hún staff-kapteininurn. Þessum sem var mest
á móti mér!
BALDI: Jæja!
líkafrón: Það var þá sem Drottinn ítrekaði við mig sjö-þjóða-loforðið og
bætti við tiu þúsund ófæddum!
baldi moJcar.
lÍkafrón: Mér hefur alltaf fundizt það mikil meinsemi af honum að vilja
ekki lofa okkur að giftast ... Ur því að við vildum það bæði ... Hvílir sig
framá skófluna. Þá hefði það líka verið meiri sönnun!
baldi mokar.
líkafrón: Aðhún hét Sara, á ég við! Þú veizt að kona Abrahams hét Sara?
163