Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Qupperneq 76
Fidel Caslro
Ræða á aldarafmæli Leníns
Nafn Leníns er öllum okkur hvað þekktast nafna.
Ekki ætlum við að fara að hlaða lofi á Lenín. Við legðum ekki í þá áhættu
að syngja honum neinn dýrðaróð, því að orð geta í rauninni ekki túlkað
þá aðdáun sem við berum í brjósti.
Mig langar að beina athygli að þeim tilfinningum, sem móta afstöðu okk-
ar fólks til Leníns. Virðing sú og áhugi, hinn margvíslegi háttur sem þjóðin
viðhefur til að láta í Ijós aðdáun sína, þakklæti og ást á Lenín, allt kemur
það af sjálfu sér. Flokkur okkar, byltingarforustan og opinberar stofnanir
eru ekki ein um það að auðsýna áhuga, því að sjálfvakinn áhugi gerir sín
vart meðal þjóðarinnar allrar.
Vottur þessi um ást á Lenín er þarafleiðandi ólíkur því, sem setur svip á
fjölmarga sögulega merkisdaga í nafni arfhelgi og siðvenju. Við erum nú að
minnast sögulegrar stundar, sem var mikilvæg öðrum fremur, fæðingardags
eins af sérstæðustu mönnum sögunnar, manns sem var ólíkur ölluin öðrum
að kostum, ekki aðeins hvað snerti ágæti hans sem einstaklings og byltingar-
manns, heldur einkum vegna þeirra feykilegu áhrifa sem ævi hans og starf
hafa haft og munu hafa á heimsbyggð alla. Með öðrum orðum, þá erum við
að minnast hvað þýðingarmestu tímamótanna og á þann eina hátt sem við
í rauninni erum fær um að gera það: með því að láta í Ijós einlægustu til-
finningar okkar.
Með sanni má segja, að Lenín hafi verið maður engum öðrum líkur. Ekki
þarf annað en lesa sér til um ævi hans og starf og gera hlutlæga skilgreiningu
á þróun hugsana hans og athafna á ferli hans öllum, til að komast að raun
um, að hver og einn hlýtur að álíta hann öldungis einstæðan.
Lenín átti sér að kennara grundvallanda marxismans, eða nánara sagt tvo,
þá Karl Marx og Friðrik Engels.
Enginn var betur undir það búinn en Lenín að skilja til hlítar dýpt marx-
ískrar kenningar, ná tökum á kjarna hennar og meta til fulls gildi hennar.
Enginn var færari en hann um það að túlka þessa kenningu og þoka henni á-
170