Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Side 80
Tímarit Máls og menningar
að Lenín verður auðsýnd virðing allra þjóða, í öllum löndum heims, alls
mannkyns. Um það erum við ekki í minnsta vafa.
Við vitum, að nú á tímum eru uppi fræðilegir öfgabyltingarmenn, öfga-
vinstrisinnar, raunveruleg „ofurmenni“ ef svo má segja, sem geta lagt heims-
valdastefnuna að velli á snöggu augabragði með orðum sínum einvörðungu.
En margir eru þeir öfga'byltingarsinnar sem skortir allt samband við raun-
veruleikann og þekkja ekki þau vandamál og þá örðugleika, sem bylting býð-
ur heim. Þeir eru mettaðir skoðunum, sem dyggilega hefur verið alið á af
hálfu heimsvaldastefnunnar, og eru yfirfullir af glórulausu hatri. Það er eins
og þeir taki ekki í mál að fyrirgefa Ráðstjórnarríkjunum það, að þau skuli
vera til, og þetta gera þeir frá sjónarmiði „vinstri“-manna. Þeir myndu kjósa
að Ráðstjórnarríkin væru sniðin eftir þeirra eigin furðulegu fyrirmynd og
samkvæmt fáránlegum hugmyndum þeirra sjálfra. Engu að síður er sérhvert
ríki í fyrsta lagi staðreynd, og það felur í sér fjölda annarra staðreynda.
Skýrendur þessara stefna gleyma hinum ótrúlegu innri erfiðleikum bylting-
arþróunarinnar í Ráðstjórnarríkjunum, hinum ótrúlegu vandamálum sem
spruttu af hafnbanni, einangrun og fasistaárás. Þeir láta sem þeim sé ókunn-
ugt um allt þetta og álíta tilveru Ráðstjórnarrikjanna nánast glæp, og það út
frá „vinstri“-sjónarmiðum, en slíkt er ekki annað en óheiðarleiki af verstu
tegund.
Þeir gleyma vandamálum Kúbu, Víetnams, Arabaríkjanna. Þeim yfirsést
það, að hvarvetna þar sem heimsvaldastefnan lýstur hrammi sínum, bitnar
það á landi sem sendir fólkinu þau vopn sem það þarfnast til að verja sig.
Þessa dagana minnumst við Playa Girón. Við munum vel eftir loftvarna-
útbúnaðinum, skriðdrekunum, byssunum, fallstykkjunum og öðrum vopn-
um, sem gerðu okkur kleift að brjóta málaliðana á 'bak aftur.
Þetta þýðir, að tilvist Ráðstj órnarrí'kj anna er í sannleika ein veigamestu
forréttindi byltingarhreyfingarinnar.
Heimurinn er harla margbrotinn nú á tímum. Þetta er veröld þar sem eng-
inn hlutur er auðveldur; ærið erfiður heimur. Ekki fyrirfinnst nein auðveld
lausn á nokkru vandamáli. Vandamálin eru fjölmörg og flókin. Og að sjálf-
sögðu eru slíkar kringumstæður hagnýttar til undirferli og ófrægingar.
Til eru þeir sem neita að fyrirgefa ríki okkar afstöðu þess til Tékkóslóvakíu-
alburðanna; ég á hér við „vinstri“-skriffinnana sem svo nefnast.
Fjöldi manns hefur einnig skrifað um kúbönsku byltinguna, nema bara
ekki á Kúbu. Enginn er kominn til að segja, hversu margir skýrendur og
kenningasmiðir hafa um hana fjallað. Suinir þeirra eru jafnvel ekki svara
174.