Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Side 92
Umsstgnir um bækur
Sólarljóð
Guðmuudur Böðvarsson liefur alla tíð ver-
ið mikill sóldýrkandi. í fyrstu bók sinni
„Kyssti mig sól“ segir hann á einum stað:
Þekkti ég barn, sem jórnir fœrði,
féll á kné og bað:
Töfrasilfur, sindurgull,
sól mín, gef mér það.
„Hið daglanga sumar með sólvindum blíð-
um“ verður skáldbóndanum jafnan dýrust
gjöf og yndið mesta, og þegar honum síð-
ar á ævi finnst uin stund sem öllu muni
senn lokið, á hann þá ósk heitasta að fá að
sitja einn sumardaginn enn í skini sólar.
í nýjustu bókinni1 er hann enn sama sinnis.
Hún hefst á þessu morgunversi:
Ur djúpum geimsins
er dagurinn risinn og slœr
dýrlegum roða
á ótluhimininn bláan,
— og lof sé þér, blessaða líf,
og þér, himneska sól,
of lof sé þér, elskaða jörð,
að ég jékk að sjá hann.
Þessi elskhugi ljóss og yls nýtur hvcrr-
ar sólskinsstundar, liann dreymir vor og
birtu þegar skammdegisveðrin æða og
skilur fullkomlega blinda manninn sem fer
á fætur um miðja nótt, stendur breyfing-
1 Guðmundur Böðvarsson: Innan hrings-
ins. Heimskringla 1969. 80 bls.
arlaus við gluggann og spyr: Er sólin að
koma upp?
En sóldýrkun Guðmundar birtist samt í
nýrri mynd, víðfeðmari og afdráttarlausari
en fyrr, í „Sálmi um sólina“, því að þar
setur hann liana langt ofar öllum guðshug-
myndum mannanna og sýnir okkur ófull-
komlcika þeirra og vankanta í skæru Ijósi
með samanburði við glæsikosti sólguðsins.
Þetta er stórbrotið kvæði, gamaldags og
dálítið þunglamalegt að formi, en magnað
seiði heitra tilfinninga og siðgæðisþroska.
Eg get ekki að því gert — það minnti mig
þegar við fyrsta Iestur á ..Sálm til jarðar-
innar“ eftir Rudolf Nilsen í þýðingu Magn-
úsar Ásgeirssonar, þó ekki vegna nafnlík-
ingar eða þess að neitt bendi á stælingu.
Þessi tvö kvæði verða einhvern veginn sam-
ferða í huga mínuin hér eftir.
En kvikan í hugskoti Guðinundar Böðv-
arssonar er næm, og stundum er samvizka
heimsins svartari en svo að afbrot hans víki
þaðan, jafnvel fyrir geislum sólarinnar. I
kvæðinu „Til mín og þín“ segir hann:
Því andi mannsins
finnur aldrei hvild,
hvað skal honum sólskin
mcðan glœpur heimsins
gloltir til hans úr skugganum,
hvað Ijósastör á bakka
meðan akur fátœks manns
er drifinn eitri,
186