Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 98
Tímarit Máls og menningar Allir textar Landnámabókar hófðu áður verið prentaðir í einni bók í útgáfu Jóns forseta Sigurðssonar árið 1843, en hér í útgáfu Jakobs Benediktssonar er allt efnið lagt fyrir lesendur í ljósi hins nýja skiln- ings á sambandi gerðanna fimm, og að auki nýtt til fullnustu allt það efni Skarðs- árbókar og Þórðarbókar sem með meiri eða minni vissu má telja runnið frá frum- ritunum af Sturlubók og Hauksbók eða frá Melabók, sem aftur er talin lítt breytt eftirrit eftir elztu Landnámabók sem vitað er um með vissu, bók Styrmis (d. 1245). Björn Magnússon Ólsen ruddi brautina með ritgjörðum sínum snemma á þessari öld, en það kom í hlut Jóns Jóhannessonar að greiða úr hinum flókna skyidleika Land- námabókargerðanna. Doktorsritgjörð hans, Gerðir Landnámabókar, kom út á prent árið 1941, og þó að hreyft hafi verið nokkr- um andmælum má heita að höfuðniður- stöður hans standi óhaggaðar. Þar er sá trausti grundvöllur sem Jakob Benedikts- son byggir á sína útgáfu og formála. Jakob er þó ekki neinn gagnrýnislaus trúbróðir eða áhangandi eins eða annars; hann veg- ur og metur á nýjan leik og má geta þess að hann tekur tvisvar í streng með Barða Guðmundssyni, þar sem honum þykir Jón hafa vísað of afdráttarlaust á bug hug- myndum hans. Er þar annars vegar um að ræða ágreining þeirra um uppruna upp- talningar á göfugustu landnámsmönnum í Sturlubók (sjá bls. lvi—lviii), og hins vegar tilgáta Barða um tildrög landnámaritunar (sjá bls. cxviii—cxix). En í upphafi for- mála síns fyrir Landnámabók tekur Jakob skýrt fram að hann styðjist „framar öllu við rannsóknir Jóns“, og bætir við: „og þær athuganir sem gerðar hafa verið í sam- bandi við þessa útgáfu hafa sannfært þann sem þetta ritar um að niðurstöður Jóns eru vafalausar í öllum meginatriðum“. Með þessari útgáfu Islendingabókar og Landnámabókar er fenginn sá grundvöllur sem rannsóknir á skráðum heimildum um upptök Islands byggðar munu á hvíla á komandi árum. Hér hefur allt verið lagt fram sem Landnámuhandritin hafa að geyma, tengsl þeirra skýrð, gjörð grein fyrir niðurstöðum um einstök atriði, hug- myndum og tilgátum, óleystum vandamál- um (næstsíðasti kafli formálans er reynd- ar um það eitt). Hér munu fræðimenn og aðrir lesendur eiga greiðan aðgang að ekki aðeins traustum texta með leiðbeiningum um beimildagildi í hverju tilviki, lieldur og njóta leiðsagnar um margvíslega hluti sem snerta efnið og rannsóknir á því. Með þessu bindi Islenzkra fornrita, hinu 17da frá upphafi, hefur verið skipt um prentsmiðju, og hefur Prentsmiðjan Hólar tekið við af Gutenberg. Því er verr að eng- ar líkur eru til að prentun þessa bindis auki liróður islenzkrar prentlistar. Prentunin er allójöfn svo að einstakir stafir eru ýmist of daufir eða klesstir og heil orð eða línur, heilar eða háifar blaðsíður, verða misjafn- lega dökkar. Þetta er kannski ekki verra en gengur og gjörist á íslenzkum bókum, en Islenzk fornrit hafa frá upphafi sínu haft sérstöðu um ytra útlit, og prentun fyrri binda mun yfirleitt hafa verið jafnbetri en á því sem hér um ræðir. Pappír virðist mjög vandaður og eins cfni í spjöldum. Elcki fæ ég betur séð en bandið sé vel unnið og gylling óaðfinnan- leg á þeim bókum sem hér er dæmt eftir. Engar íslenzkar bækur berast víðar um heimsbyggðina en Islenzk fornrit, og þó að það sé einkum efni þeirra sem skiptir máli, hefur pappír, prentun og band sitt að segja. Hér á allt að hæfa hvað öðru, hinar veglegustu fornbókmenntir í svo vönduðum útgáfum sent kostur er nú á dögum. Fræði- menn ábyrgjast texta, formála og skýring- ar, prentarar búning, og útgáfustjóri allt saman. Bjarni Einarsson. 192
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.