Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 20
Tímarit Máls og menningar
kvenfrelsis. Raunin hefur líka orðið sú, að einungis örfáir sósíalískir höf-
undar hafa lagt í að taka þessi atriði til umræðu. Það var Fourier einn, sem
taldi þessar tvær víddir frelsisins algerlega samstæðar, og hann lýsti með
ljóðrænum orðum kynlífsparadís, þar sem skipti voru höfð á mökum (fram-
leiðslusamfélögin frægu). Um langa hríð fóru ekki fram neinar umræður,
sem því nafni má nefna, um þetta efni innan heimshreyfingar kommúnista,
og var það mest fyrir áhrif „hins sósíalíska siðgæðis“ í Ráðstjórnarríkjun-
um. í þessum efnum var Marx ekki eins frjálslyndur og Engels og aðhylltist á
yngri árum hefðbundin viðhorf til þessara mála: „.. . hinn andlegi kjarni
hjónabandsins er fólginn í því að hefja kynhvötina í æðra veldi með því að
tengja hana einhverjum sérstökum aðila, og jafnframt táknar hjónabandið,
að reistar eru lagalegar skorður gegn alræði eðlishvatanna. Upp af hjú-
skapnum spretta þau tilfinningalegu tengsl, sem veita manneðlinu fullkomið
aðhald og gæða lífið siðrænni fegurð.1'1
Engu að síður liggur alveg ljóst fyrir, að frá upphafi vega hefur ekki verið
litið á konuna sem ættmóður eða framleiðanda einvörðungu, heldur engu
síður sem tæki til svölunar kynferðislegum fýsnum karlmannsins. Þegar öllu
er á botninn hvolft, má miklu fremur heimfæra gildandi reglur um eignar-
hald upp á kynlífið en upp á framleiðslustarfsemi eða æxlun. Orðaforði okk-
ar nútímamanna um kynferðismál er óljúgfróðast vitni um þetta, þar
hirtist fullkomin orðaskrá hlutgervingarinnar. Síðar á ævinni gerði Marx sér
auðvitað mætavel grein fyrir þessu: „Hjúskapur ... er ótvírætt eitt dæmi
um óskoraðan einkaeignarrétt.“2 En hvorki Marx né arftakar hans reyndu
nokkurn tímann að setja sér fyrir sjónir, hverjar afleiðingar þetta hefði fyrir
sósíalismann eða hvaða áhrif þetta hefði á allar tilraunir til að kanna þjóð-
félagsstöðu kvenna á viðhlítandi hátt. í tengslum við ofangreind ummæli
lagði Marx áherzlu á, að kommúnismi myndi engan veginn fela í sér „þjóð-
nýtingu“ á konum sem hverri annarri samfélagseign. Hann leiddi hins vegar
hjá sér að ræða málið nokkuð frekar.
Niðurstaða mín hér að ofan gefur tilefni til nokkurra athugasemda um
málið frá sögulegu sjónarmiði. Sósíalistar hafa að vísu þagað þunnu hljóði
um þessi mál, en það hafa frjálslyndir hugmyndafræðingar svo sannarlega
ekki gert. Nýlega kom út bók, sem ber titilinn Eros Denied, og er hún samin
af Wayland Young. Hann heldur í bók sinni fram þeirri skoðun, að í menn-
1 Karl Marx: Chapitre de mariage í Oeuvres philosophiqu.es I, bls. 25 (Oeuvres com-
plétes, ed. Molinor).
2Karl Marx: Kommúnismi og einkaeignarréttur.
210