Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 22
Tímarit Máls og menningar skapast við slíkar aðstæður. Wittfogel hefur lýst takmarkalausri harðstjórn hinna kínversku fjölskylduœttfeðra (pater familias), sem eru „hálfopinberir löggæzlumenn innan ættsveitar sinnar.**1 Þegar einkvænið hélt síðar innreið sína á Vesturlöndum, fór því fjarri, að tilkoma þess horfði aðeins til heilla. Það átti eftir sem áður langt í land, að jafnræði skapaðist milli kynjanna. Engels greip vissulega á kýlinu, er hann reit eftirfarandi orð: „Tilkoma ein- kvænis táknar alls ekki, að söguþróunin hafi náð því marki að sætta karla og konur, hvað þá að það feli í sér æðsta stig slíkra sátta. Einkvænið leiðir þvert á móti í ljós undirokun annars kynsins á hinu og boðar stórfelldari átök milli kynjanna en nokkur dæmi eru til um áður á forsögulegum tíma.“2 En eftir að kristindómurinn breiddist út á Vesturlöndum, tók einkvænið á sig mjög sérstæða mynd þar um slóðir. Það hélzt nú í hendur við algerari bælingu kynferðislífsins en dæmi voru til áður. Viðhorf kristindómsins á þesu sviði, eins og það var túlkað af Páli postula, var kvenþjóðinni ótví- rætt fjandsamlegt, enda sprottið upp úr jarðvegi gyðingatrúarinnar. Þegar stundir liðu fram, varð einkvænið meira í orði en á borði, og enda þótt mikið orð hafi á síðari tímum farið af meinlætasemi manna á tímum lénsskipulags- ins, tíðkaðist það ósjaldan, að jafnhliða því að einkvænisreglan var í heiðri höfð, leyfðist í reynd allverulegt fjöllyndi í ástamálum, að minnsta kosti inn- an yfirstéttarinnar. En það frjálsræði á sviði kynlífsins, sem hér var um að ræða, var aðeins til marks um yfirdrottnun karlmannsins. í Englandi áttu afdrifaríkustu umskiptin á þessu sviði sér stað á 16. öld, er hin herskáa hreyf- ing Kalvínstrúarmanna var að rísa á legg og markaðsbúskapurinn að ryðja sér til rúms í atvinnulífinu. Um þetta farast Lawrence Stone orð á þessa leið: „Þó að til annars væri ætlazt opinberlega, var það svo í reynd á fyrri hluta 16. aldar, að brezki aðallinn lifði „fjölkvænislífi11, og margir aðalsmenn létu sig ekki muna um að búa við margar konur, hverja á eftir annarri, enda þótt opinbert bann lægi við skilnaði ... En á síðari hluta 16. aldar fór gagnrýni Kalvinstrúarmanna á hinni siðferðislegu tvöfeldni að hafa sín áhrif á al- menningsálitið, sem snerist nú öndvert gegn opinberum frillulifnaði.“3 Kapí- talisminn, og þær kröfur, sem hin rísandi borgarastétt bar fram, mörkuðu konum nýtt hlutverk, starf eiginkonu og móður. Réttarstaða kvenna batnaði. Snarpar umræður fóru fram um þjóðfélagsstöðu þeirra. Menn urðu sammála um að fordæmanlegt væri að berja konu sína. „Karlmaður af borgarastétt er 1 Karl Wittfogel: Orienlal Despotism (1957). 2Fr. Engels: Vppruni fjölskyldunnar ... 3 Lawrence Stone: The Crisis oj Aristocracy (1965). 212
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.