Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 37
Bylting sem ekki sér fyrir endann á að steypa þá alla í sama mót. Borgaralegt nútímaþjóðfélag stendur jafnrétt eftir, þótt það heimili „frjálsar ástir“ fyrir hjónaband og öll umhugsun um viðhald kynstofnsins sé látin lönd og leið í því sambandi. Það má jafnvel bjarga hjónabandinu með því að auðvelda fólki að fá skilnað og örva það til að giftast aftur, en við það kæmi vel í ljós, hve hjónabandið sem slíkt er mikilvæg stofnun. Þessar hugleiðingar leiða í Ijós svo skýrt sem verða má, að kynlífið býr um þessar mundir yfir meiri möguleikum til þróunar í frjálsræÖisátt en önnur svið mannlegs lífs, enda þótt það sé engan veginn einhlítt til árangurs og hæglega megi sníða því þann stakk, að vonir okkar um ríkari mannleg samskipti verði að engu. Ný form hlutgervingar koma nú í ljós, sem kunna að gera frelsi í kynferðismálum að innantómu orðagjálfri. Við verðum að hafa það hugfast, að frelsi í kynferðismálum mun ekki eitt saman færa konum það þj óðfélagslega frelsi, sem þær keppa að, enda þótt ríkjandi viðhorf í þeim efnum liggi betur við höggi en nokkuð annað, ef knýja á fram umbætur á þjóðfélagslegri stöðu kvenna. Utópismi Fouriers og Reichs er einmitt í því fólginn að álíta, að kynlífsbylting geti ein sér orðið upphaf að almennri byltingu í frjálsræðisátt. Lenín hittir naglann á höfuðið í athugasemd, sem beint var til Clöru Zetkin, þótt hann taki þar að vísu nokkuö djúpt í árinni. „Það gildir einu hversu ofsafengið og byltingarkennt frelsi við hljótum á sviði kynlífsins; slíkt frelsi verður aldrei annað en borg- aralegt fyrirbæri. Hér er framar öllu um að ræða dægradvöl handa mennta- stéttinni og þeim þjóðfélagshópum, er standa henni næst. Slíkt frelsi á engan rétt á sér í flokki okkar, meðal stéttvísra baráttumanna verkalýðsstéttarinn- ar.“ Við getum því aðeins unnið fullan sigur í frelsisbaráttu kvenna, að bar- átta okkar miði að því að vinna bug á öllum þeim félagslegu tengslum, sem valda áþján konunnar. Til þess að þetta megi takast, verða allir vinstrimenn að uppræta með sér tvö sjónarmið, sem mjög hefur borið á í þeirra röðum: Endurbótahyggju og viljahyggju. Endurbótahyggjan kemur nú fram í því formi, að bornar eru fram kröfur um úrbætur á afmörkuðum sviðum: Sömu laun fyrir sömu vinnu, fleiri dag- heimili, bætta aðstöðu til endurþjálfunar o. s. frv. Eins og endurbótahyggjan birtist okkur um þessar mundir af munni forsvarsmanna hennar er hún ger- sneydd allri rótnæmri gagnrýni á núverandi þjóöfélagsstöðu kvenna og hún á sér engan draum um raunverulegt frelsi þeim til handa (þótt sú hafi verið raunin fyrrum). Endurbótahyggjan einkennist af hálfvelgju og hún leitast við að lappa upp á núverandi ástand, þannig að hæpið er að telja hana enn hvata til framþróunar í réttindabaráttu kvenna. 227
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.