Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 91
Bréf til imyndaðs leikskálds sinn Agamemnon. Þetta er enn eitt leikrit, sem er ekki aðeins sígilt heldlur líka samið í anda fornra leikbókmennta Grikkja. Meira að segja maðurinn, sem bjó til orðið, natúralisma, sem heyrzt hefur um allan heim — Emile Zola — hefði ekki mælt með þeirri dauflegu túlkun, sem stefna hans hefur einna helzt fengið. Hann lét ekki heldur eigin kenningar hefta listsköpun sína. Hann hafði ánægju af því að ákalla vísindi. Þegar hann leggur erfðir til grundvallar, erum við samt sem áður fjær vísindalegri erfða- fræði heldur en Moiru, grísku örlaganorninni. Frá sakamanninum, sem erft hafði glæpahneigð sína, manninum í La béte humaine eftir Zola, er aðeins eitt skref til erfðasjúkdóms, sem Ibsen fjallar um í Afturgöngum sínum. En þótt gagnrýnendur, sem aldir eru upp í natúralískum anda haldi áfram að tala um sýfilis sem aðalefni þessa sjónleiks, og sumir bæti því jafnvel við, að leikritið sé úrelt úr því að lækning hafi fengizt við sýfilis, er samt hið raun- verulega efni verksins bölvun sú, sem hvílir á Alving-ættinni. Það er ekki af tilviljun, að Ibsen beitir vinnubrögðum Sófóklesar, þegar hann tekst á við samskonar efni og forni snillingurinn. Sannleikurinn er knúinn fram með skelfilegum uppljóstrunum, sem hver rekur aðra. Um gamanleiki er svipaða sögu að segja. Okkar eini meiriháttar nútíma- snillingur á því sviði, Bernard Shaw, lýsti alltaf sjálfum sér sem gamaldags leikskáldi. Hann kvaðst seilast yfir höfuð samtíðarmanna sinna til Dickens, Fieldings, Moliéres og commedia dell’arte og læra í þeirri smiðju vinnu- brögð sín, þótt hann væri af sömu kynslóð og Stanislavskí og ætti fyrir vin og starfsfélaga, Granville Barker, sem var frumkvöðull natúralískrar svið- setningar, hrósaði hann aðeins þeim, sem hann kallaði klassíska leikara. Og hann hélt því fram, að það væri aðeins á færi klassískra leikara að gera verk- um hans rétt skil, vegna þess að hann hafði endurvakið í þeim svo margt úr klassískum leikbókmenntum og þá einkum reiðiþrungnar langræður, sem leikarar verða að mæla fram fyrir okkur með sömu hófstillingu og skýrleika eins og tónlistarmaður, sem er að flytja svítu eftir Bach. Um 1920 komst lang\'arandi kreppa nútímaleiklistar á nýtt stig. Það sem Ibsen hafði gert natúralískri leiklistarstefnu mætti kalla að bora innan frá. Hann hafði viðurkennt reglur hennar og sviðsetningu. Kynslóðin frá 1920 neitaði þessum tilslökunum. Með verkum sínum höfnuðu þeir Cocteau, Brecht og Meyerhold gjörsamlega hinni viðurkenndu leiklistarstefnu. Það var lagt til að byrja aftur frá rótum eða réttara sagt frá núlli eins og stundum er sagt. Þó leitar enginn nokkurn tíma svo langt aftur, vegna þess, að eins og ég var að segja, þá reisa engir listamenn eingöngu á eigin reynslu. Þeir styðjast alltaf 281
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.