Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 99
Skemmtilegt er myrkri<5
stofnana gefist upp við úrlausn einhvers vanda vísi hún þessum vanda til hinn-
ar eða afsali sér völdum á tilteknu sviði í eitt skipti fyrir öll þegar lengst er
gengið. Traust mitt á niðurstöðum vísindalegra rannsókna væri þá sömu
ættar og trú okkar allra, dyggra íslenzkra þegna, á Framkvæmdastofnun rík-
isins sem leysa mun hvers manns vanda um langa framtíð.
Eins er Jóhanni Páli tamast að tala um hvað heimspeki sé, en ekki hvað
menn hafi kallað „heimspeki“ á ýmsum tímum og hvað ráðlegast væri eða
réttast að nefna svo virðulegu nafni á okkar dögum. Og hvað skyldi hann
telja að heimspekin sé? Aðalsmerki heimspekinnar, segir hann, er gagnrýn-
in hugsun (JPÁ 170). Við nánari skoðun kemur í ljós að hann á öllu heldur
við að innsta eðli heimspekinnar séu yfirlýsingar um ágæti gagnrýnnar hugs-
unar því að hann virðist tregur til að hreyta sem hann boðar. Mig segir hann
varpa fyrir borð þessu aðalsmerki heimspekinnar. Og það er rétt að ég stilli
mig nokkuð (en ekki alveg) um almennar ástarjátningar til gagnrýnnar hugs-
unar. Til hins tekur hann ekki að kver mitt má heita samfelld tilraun til gagn-
rýni, misjafnlega rökstuddrar, enda sýnir hann lítinn lit á að malda í móinn
með áþekkum rökum eða betri. Þar er gagnrýnd frelsishugmynd Hegels,
Marx og Engels með sérstakri tilvísun til beitingar hennar í ritum Brynjólfs
Bjarnasonar (ÞG 62—66), nytjastefna þeirra Benthams og Mills og sið-
fræðileg tvíhyggja framstefnumanna 20stu aldar (81—85), kenning Peters
L. Berger um orsakir hjúskapar og þar með sú hugmynd að tölfræðilegt yfir-
lit um mannlega breytni veiti orsakarskýringu þessarar breytni (94—97).
Enn er gagnrýnd tvíhyggja Símonar Jóh. Agústssonar um tilfinningalíf og
ytri breytni (106—111), atferðiskenning þeirra Pavlovs og Watsons (149—
152), skoðun Brynjólfs Bjarnasonar á vélmennum (161—164) og smættar-
efnishyggja J.J.C. Smarts (171—179). Allt fer þetta fram hjá Jóhanni Páli,
og það svo mjög að hann áttar sig ekki á að raunar hafna ég tveimur sér-
kennilegustu höfuðkenningum allrar framstefnu á 20stu öld, siðfræði hennar
og vísindalegri einhyggju, og þar með þeirri aðferð hreinnar rökgreiningar
sem hann eignar mér athugasemdalaust, kannski af því að hann hefur séð
hennar getið í handbókum.
Þar sem eðlistrúin á heimspekina er annars vegar kann það að reiknast
hótfyndni mín að minna þráttarhyggjumann á fallvelti sögulegra fyrirbæra,
jafnvel sjálfrar Framkvæmdastofnunar ríkisins og má þá nærri geta um heim-
spekina og vísindin. En jafnvel þótt í þessu viðfangi væri einungis um ógæti-
legt orðalag Jóhanns Páls að ræða þá væri það eitt til marks um athyglisverða
léttúð í meðferð mannlegs máls.
19 TMM
289