Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 107
Skemmtilegt er myrkriS
því hvarfla að sér að ef til vill væri orsakalögmálið alls ekki staðhæfing um
eitt né neitt, heldur einungis boðorð um leit að einhverri orsök hvers einasta
atburðar sem fyrir kæmi.21 Áþekkri skoðun hafa ýmsir aðferðarfræðingar
20stu aldar haldið fram í ritum sínum. Endanleg skoðun Kants var þó sú að
orsakalögmálið væri forsenda könnunar umheimsins með svipuðum hætti og
tími og rúm væru forsendur skynjunarinnar. Og rökfærsla hans um þetta efni
er sýnu skarplegri en hin fyrri um tíma og rúm þótt hún sé einnig mjög um-
deild.
Af þessum dæmum tveim úr riti Kants um skynsemina má tvennt ráða.
Fyrst það að umtalsverð rök hníga að skoðun minni á sögulegum tengslum
svonefndrar heimspeki og svonefndra vísinda. Síðan hitt að ágrip Jóhanns
Páls af kenningu Kants sýnir það eitt hve ókunnugur hann er henni og hin-
um ýmsu vandkvæðum hennar. Þegar hann víkur að veilum í heimspeki Kants
nefnir hann það eitt að Kant hafi ekki komið auga á „heildarsamhengi í sam-
bandi vitundar og veruleika11, hvað í ósköpunum sem það kann að vera. Sér
í lagi hafi honum ekki tekizt „að finna viðhlítandi samnefnara fyrir þekking-
arlega, siðræna og estetíska breytni mannsins“. Svo vel vill þó til að mati Jó-
hanns Páls að „Hegel leysti þetta vandamál með því að gera hina mannlegu
sjálfsveru að birtingarformi og nauðsynlegu stigi í framþróun æðri andlegs
veruleika, sem einnig birtist í hinum hlutverulega heimi“ (JPÁ 171—172).22
Hvílíkur voða vandi! Og hversu dásamleg lausn!
Það er að vísu rétt hjá Jóhanni Páli að þvílíkur „vandi“ og „lausnir“ hans
voru helztu hugðarefni þýzkra frumspekinga eftir daga Kants, til að mynda
þeirra Becks, Fichtes, Schellings og Hegels. En á slíkri uppskafningu og rugl-
andi hafði Immanuel Kant engan áhuga. Þess var raunar getið í Tilraun um
manninn að Kant hafði hugboð um hvernig landar hans áttu eftir að leika
hugmyndir hans því að í ellinni las hann Frumspeki Fichtes eða Wissen-
schajtslelire og sá þar með eigin augum útleggingu fræða sinna sömu ættar
og þá að „reynslan sé reglubundin umsköpun veruleikans“. í opinberri yfir-
lýsingu af þessu tilefni tók hann það skýrt fram meðal annars að kenningu
sína um skynjunina beri alls ekki að skilja einhverjum óeiginlegum skilningi
frá sjónarhóli frumspekikerfa sem helguð séu Andanum líkt og kerfi þeirra
Becks og Fichtes. Þessar kenningar sínar og allar aðrar beri að skilja bók-
staflega og aðeins frá einu sjónarmiði sem er „sjónarmið þeirrar heilbrigðu
skynsemi sem öguð hefur verið við vísindalega hugsun“.23
í þessu sama plaggi lýsir Kant Fichte loddara sem misnoti gáfur sínar til
heimspekilegra skrípaláta. Um þennan dóm Kants um Fichte þegir allur þorri
297