Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 111
Shemmtilegt er myrkrið hann þessari samsemd hins háa og lága við tvíþætt hlutverk eins hinna ágæt- ari líffæra karlmannsins: þvaglát og sáðlát.30 Nú vill svo til að Fyrirbærafrœði andans er sú bók Hegels sem Karli Marx þótti mest til koma fyrir mannvits sakir. Því er ekki ótrúlegt að Jóhann Páll hafi einmitt hana í huga er hann kallar heimspeki Hegels „fullkomnustu mynd horgaralegrar heimspeki“.31 Sjálfur er ég hins vegar öðrum þræði á sama máli og draugurinn og tel að myrkrið eigi til að vera skemmtilegt. Því ætti Jóhann Páll að mínu viti að þýða þetta höfuðrit borgaralegrar heim- speki á íslenzku og auka það útleggingum frá sjónarhóli sínum og Rósu Luxemburg. Hér með legg ég til að Ríkisútvarpið standi straum af þýðing- unni og fái síðan Flosa Ólafsson til að stjórna flutningi hennar siðdegis á sunnudögum, endurtekið á miðvikudögum: Góðir áheyrendur! (Rúmm, búmm) Hin óviðjafnanlega og ógnþrungna opinberun: hauskúpan (búmm) og heimsandinn____ IV Engurn er alls varnað Hér að framan hefur einvörðimgu verið spjallað um náttúruspeki Hegels: þá viðleitni hans og annarra frumspekinga sem einn ágætasti líffræðingur samtímans hefur kallað „dægradvöl þýzkrar ættar sem virðist ekki einu sinni fyrir tilviljun (og það ekki þótt yfrið nóg sé um hana) hafa lagt hið allra minnsta af mörkum til mannlegrar hugsunar“.32 En þar með er draum- urinn ekki búinn. Því eins og fram kemur í Tilraun um manninn var Hegel engu minni áhugamaður um mannfélagið en aðra þætti sköpunarverksins: vangaveltur hans um sögu þess og samtíð skipa raunar sýnu meira rúm í ritum hans en náttúruspekin. Þessar vangaveltur sýna eins og hinar að hann hefur lesið ókjörin öll um söguleg efni. Og sá lestur hans má vel heita lestur, enda reyna flest sögurit ekki meira á nákvæman skilning lesandans og vald hans á beitingu hinna örðugustu hugtaka en ósköp venjuleg blaðagrein. Um rit Hegels um málefni mannfélagsins má því hafa áþekk orð þeim sem Jóhann Páll hefur réttilega um síðari rit Marx og „þá geysilegu staðreyndaþekkingu, sem þau byggjast á“ (JPÁ 173). Nú má segja um Hegel eins og okkur hin: engum er alls varnað. Því hver maður hlýtur að kannast við að af ritum Hegels um söguleg efni og önnur þeim skyld má eitt og annað læra, enda höfðu þau á sínum tíma nokkur áhrif í hollustuátt á þá þýzku sagnaritun sem þeir Niebuhr og Ranke lögðu 301
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.