Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 114
Tímarit Máls og menningar fremur en ósköp einfaldlega „hjarta“. TíSarandinn er hjarta mannlífsins og blóð hans streymir um gervallan þjóðarlíkamann. En jafnframt talar Grímur um „svipbrigði tímans“, hvað sem þau koma hjarta og blóðrás við, og þætti að líkindum lítil prýði að þvílíku klambri í kveðskap. En í samræmi við meginlíkinguna eru einstaklingarnir nefndir „limir þjóðarlíkamans“. Svip- hrigðalíkingin tengist hins vegar sögnum þeim sem Grímur telur sig þurfa á að halda: „að tjá“ og „að setja svip á“. Þessi líkingasmíð er vitaskuld manngyðisættar. Og um hana er þarflaust að ég fari fleiri orðum sem slíka. Þess eins vil ég láta getið til gamans að líking „hugmyndarinnar“ við hjartað skýtur upp kollinum með furðulíku orðalagi í annarri prófritgerð frá sömu árum og ritgerð Gríms. Sú er dokt- orsritgerð Karls Marx um náttúruspeki þeirra Demokrítosar og Epíkúrosar. Þar áfellist Marx á einum stað þá lærisveina Hegels sem lastað höfðu undir- gefni meistara síns við yfirvöld. Afsökun Hegels í þessu efni telur hann vera þá að hann hafi litið á „vísindin sem verðandi“ og „andlegt hjartablóð hans hafi slegið allt að yztu útjöðrum hennar“ („bis an deren ausserste Peripherie sein eigenstes geistiges Herzblut hinpulsierte“).37 Nú færir Grímur hvergi rök að kenningu sinni og Hegels um tíðarandann. Hann treystir bersýnilega líkingamáli sínu til að sannfæra lesandann eða öllu heldur hrífa hann með sér á vit hinnar æðstu uppskafningar. Og þetta er ekki ýkja barnslegt trúnaðartraust því að auðvitað eiga líkingar til að vera hrífandi: „Oddhvöss mánasigð rífur svarta skýjaglópa á hol, bleik feigsglæta vætlar úr sárunum“. í endursögn minni er hins vegar engin líking nema þær einar sem eru ófrávíkjanlegur hluti daglegs máls. Og af þeim sökum öllum öðrum fremur býður hún hvers konar gagnrýni heim og efnislegum efasemdum sem máls- grein Gríms gerir ekki. „Á sérhverju tímabili sögunnar mótar ein meginhug- mynd gervallt mannlífið.“ Hér spyrjum við: Hver eru tímabil sögunnar? Hvernig eru þau ákvörðuð? Hverjar eru meginhugmyndirnar? Hver er til dæmis meginhugmynd íslendinga á okkar dögum? Og jafnvel þótt við gæt- um orðið á eitt sátt um einhverja slíka meginhugmynd, er öldungis víst að hún móti gervallt mannlífið svo að hana megi ráða af hverju smáatriði? Og svona má halda lengi fram eftir götunum. Af því sem nú er sagt má ráða að frumspekileg uppskafning er ekki ávallt reist á lágkúrunni einni saman. Því hvað sem annars má um tíðarandann segja þá verður ekki sagt að kenningin um áhrif hans sé lágkúruleg. Engum er alls varnað. 304
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.