Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 122
Tímarit Máls og menningar
nánast um afstöðu til kenninga, einkum frumspekilegra og trúarlegra kenninga. í anda
þessarar hófsamlegu efahyggju ritaði Hume hin víðfrægu lokaorð Rannsóknar á mannleg-
um skilningi: „Hafi nú lesandinn látið sannfærast af rökum mínum, hvílíkan usla mun
hann þá ekki gera í hverri bókastofu. Þar tekur hann sér bók í hönd, kannski um guð-
fræði eða frumspeki. Og hann spyr: Standa þar einhverjar sértækar sannanir um stærðir
og tölur? Nei! Lýsir hún þá skynsamlcgri skoðun á staðreyndum? Nei! Látum henni þá
á eld kastað því að úr þvílíkri bók er ekkert að hafa nema hártoganir og hillingar.“ (165).
17 Immanuel Kant: Kríák der reinen Vernunjt, A760—761, B788—789.
18 Sbr. t. d. Jean Piaget: „De la psychologie génétique á l’épistémologie“ í Diogéne,
1952, 1:38—54.
10Immanuel Kant: Kríák der reinen Vernunft, A745—746, B773—774.
20 Albert Einstein: Afstœðiskenningin, 163 n. — Sjá nánar um þetta efni C. D. Broad:
„Leibniz’s last Controversy with the Newtonians“ í Ethics and the History of Philosophy,
London 1952, 168—191, og S. Körner: Kant, Penguin 1955, 33—42 og 96—99. — Hinn
aðferðarfræðilegi tilgangur hugleiðinga Kants um skynjunina sýnir að sálarhyggja hans er
ekki öll þar sem hún er séð, og þar með að greinarmunur á „sálarfræði" hans og „aðferð-
arfræði" er varasamur. Á ofanverðri öldinni sem leið urðu ýmsir framstefnumenn sem
töldu sig lærisveina Kants, þeirra á meðal náttúrufræðingurinn Helmholtz, til að skilja
Kant þeim grunnfærna skilningi að þennan greinarmun mætti gera og síðan styðja ein-
falda afstæðiskenningu sálarfræðinnar um skilning og skynjun (þá að skynjun manns sé
meira eða minna mótuð af skilningi hans) lífeðlisfræðilegum rökum. Sbr. Leszek Kola-
kowski: The Alienaáon of Reason: A History of Posiávist Thought, New York 1969, 98.
21 Immanuel Kant: Kríák der reinen Vernunft, A498, B526. Sbr. ennfremur G. J.
Warnock: „Every Event has a Cause“ hjá A. G. N. Flew: Logic and Language II, Oxford
1953, 95—111.
22 Sbr. Hvem tœnkte hvad, 104—109. — Hætt er við að venjulegum lesara þyki hin
ívitnuðu orð Jóhanns Páls með myrkasta móti. Því veldur uppskafningin. Að henni
slepptri hygg ég að handbókarfróðleikurinn, meira eða minna lágkúrulegur, sem Jóhann
Páll hefur í huga sé eitthvað á þessa leið (birt án ábyrgðar): Þeir Hume og Kant töldu
að ókleift væri að komast að niðurstöðum um hið fagra og góða með vísindalegum að-
ferðum. Þess vegna gerðu þeir megingreinarmun á þekkingaröflun annars vegar og leit
manna að siðferðilegri og trúarlegri sannfæringu hins vegar, að ásókninni í sanna fegurð
ógleymdri. „Ég hlaut að ryðja þekkingunni úr vegi,“ segir Kant, „til að trúin kæmist
að“ (Kríák der reinen Vernunft, B30). Þessum greinarmun vildu frumspekingarnir ekki
una: þeir óskuðu þess að menn gætu fært meira eða minna sambærileg rök að mati
sínu á verðmætum, þessa heims og annars, við hin sem þeir geta nú einu sinni fært að
lýsingu og skýringu staðreynda. Þessa trúarlegu ósk þeirra (sem á sér margar rætur í
trúarlífi þýzkra mótmælenda fyrr og síðar) kallar Jóhann Páll leit að „viðhlítandi sam-
nefnara fyrir þekkingarlega, siðræna og estetíska breytni mannsins". Og leitinni lauk er
þeir Fichte, Schelling og Hegel „fundu“ samnefnarann þar sem andinn er, hvort heldur
mannsandinn (Fichte) eða heimsandinn (Schelling og Hegel). Um andann sjá Illja og
IVða kafla þessarar ritgerðar.
Hins er rétt að geta að handbækurnar segja með nokkrum sanni frá greinarmun þeirra
Humes og Kants: þeir tveir urðu einna fyrstir hugsandi manna til að benda á sumar
312