Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 41
Shakespeare á meðal vor — Vélin Mikla V I Ríkarði þriðja er aðeins að finna svör við nokkrum af þessum miklu spurnum. I þessum harmleik, sem er morandi af ódáðum, svo að jafnvel tekur fram Títusi Andrónikusi, verður aðeins ein persóna vör við samvizku og lætur eina svipstund sjá á sér hik. Það er keyptur morðingi, annar þeirra sem Ríkarður sendir til að drepa hertogann af Klarens í Turnkastala. FYRSTI MORÐINGI: Hvað? ertu bræddur? ANNAR MORÐINGI: Ekki við að drepa hann; til þess hef ég umboðsvald; en fordæmingin fyrir að drepa hann, þar bjargar ekkert umboðsvald. í þessum heimi konunga, biskupa, dómara, ráðherra, lávarða og hers- höfðingja, er aðeins einn maður sem eitt andartak hikar við að fremja morð, og það er sá sem stundar þá iðju að myrða fyrir peninga. Hann er ekki smeykur við að traðka á lögum ríkisins eða skipan þjóðfélagsins. Hann veit að þar gegnir hann tiltekinni stöðu; ekki fjarska heiðarlegri, en engu að síður er hún umborin og nauðsynleg. Hann hefur umboð til þessa morðs frá konungi sjálfum. Leigumorðinginn óttast hinzta dóm, fordæmingu og Helvíti. Hann er eini trúmaðurinn í leiknum. Hann heyrir rödd samvizk- unnar, en áttar sig á því um leið, að samvizka getur ekki átt samleið með lögum og skipan þess heims sem hann lifir í, að hún er eitthvað óþarft, hlægilegt og til vandræða. ANNAR MORÐINGI: Þá tek ég ekki við henni; þetta er háskagripur; hún gerir mann að gungu. Það er ekki hægt að stela án þess hún ákæri mann, ekki hægt að bölva, svo hún sé ekki með nöldur, ekki leggjast með konu ná- ungans, svo hún sé ekki að snuðra í því. Þetta er sneypuleg lúpa, sem derrir sig þó í brjósti manns; hún er allsstaðar dragbítur. Einusinni kom hún mér til að skila pyngju með gulli, sem ég fann af hendingu. Hún setur hvern mann á vergang sem hýsir hana. Hún er rekin úr borg og byggð einsog skað- ræði; og hver sem vill sér vel farnist, reynir að treysta á sjálfan sig, og lifa án beonar. Aðeins tveir menn í þessum leik hugleiða skipan heimsins: Ríkarður konungur þriðji, og keypmr morðingi. Sá sem er á efsta þrepi lénsstigans, og annar, sem stendur fyrir neðan hið lægsta. Ríkarður er aldrei í vafa; leigumorðinginn hikar andartak. En báðir sjá þeir Vélina Miklu jafn-skýrt, sinn undir hvoru sjónarhorni. Hvoragur þeirra er haldinn neinni blekk- ingu; þeir eru hinir einu sem mega án hennar vera. Þeir taka heiminn einsog hann er. Og vel á minnzt: konungurinn og leigumorðinginn era tákn fyrir 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.