Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 53
Shakespeare á meðal vor — Vélin Mikla ANNA PRINSESSA: Það er oss öllum leyft. (Rikarður þriðji, I, 2) Hetjur Corneilles eru sterkari en heimurinn, og í djúpi sálar þeirra er ekkert myrkur. En Anna prinsessa, sem skyrpir í andlitið á morðingja bónda síns og gengur síðan með honum til sængur, er í mínum augum mannlegri, eða ef til vill aðeins samtímalegri en líkneskjan Símen. I huga Shakespeares eru öll mannleg verðmæti brothætt, og heimurinn er mönnunum yfirsterk- ari. Obilgjarn valtari sögunnar kremur allt og alla. Það sem skapar hverjum manni örlög, er staða hans, það þrep í stiganum mikla, sem hendingin hefur leitt hann á. Það er þetta sérstaka þrep sem skammtar honum valfrelsi. I Ríkarði ö'ðrum steypti Shakespeare ekki aðeins konunginum af stóli, heldur sjálfri hugsjón konungsvaldsins. I Ríkarði þriðja sýndi hann hrun siðgæðis-lögmálsins alls. Þegar afsals-atriðinu mikla lýkur, biður Ríkarður annar um spegil; og þegar hann sér að andlit hans er óbreytt, þá brýtur hann spegilinn. Kóngurinn er orðinn að manni, kórónan hefur verið hrifsuð af höfði Hins Smurða. En veröldin hefur ekki skolfið á rótum sínum, og ekkert hefur breytzt, ekki einu sinni andlit hans sjálfs. Svo krúnan var ekki annað en blekking. Þegar Ríkarður þriðji hefur hrakið Onnu prinsessu inn í svefnskála sinn, heimtar einnig hann spegil. Allt hefur reynzt blekking: hollustan, ástin, jafnvel hatrið. Ekki er refsað fyrir glæpi; fegurðin hefur kosið sér óarga dýr; mannleg örlög eru leir sem móta má í hendi sér. Það er enginn guð, engin lög. með guð, og allt, á móti mér! og ég sem ekki' á trúrri bakjarl bónorðs míns en djöfulinn, og sjálfs mín flærðar-svip, vinn hana samt! Oll veröldin gegn engu! (Rtkarður þriðji, I, 2) Ríkarður þriðji heimtar spegil. En hann er hyggnari en Ríkarður annar. Hann heimtar spegil, en samtímis heimtar hann skraddara til að sníða sér ný klæði. VIII Shakespeare skoðar hina miskunnarlausu vél án ótta miðaldanna, og án hillinga Nýjunar-tímans. Sólin gengur ekki kringum jörðina, það er engin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.