Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 53
Shakespeare á meðal vor — Vélin Mikla
ANNA PRINSESSA: Það er oss öllum leyft.
(Rikarður þriðji, I, 2)
Hetjur Corneilles eru sterkari en heimurinn, og í djúpi sálar þeirra er
ekkert myrkur. En Anna prinsessa, sem skyrpir í andlitið á morðingja bónda
síns og gengur síðan með honum til sængur, er í mínum augum mannlegri,
eða ef til vill aðeins samtímalegri en líkneskjan Símen. I huga Shakespeares
eru öll mannleg verðmæti brothætt, og heimurinn er mönnunum yfirsterk-
ari. Obilgjarn valtari sögunnar kremur allt og alla. Það sem skapar hverjum
manni örlög, er staða hans, það þrep í stiganum mikla, sem hendingin hefur
leitt hann á. Það er þetta sérstaka þrep sem skammtar honum valfrelsi.
I Ríkarði ö'ðrum steypti Shakespeare ekki aðeins konunginum af stóli,
heldur sjálfri hugsjón konungsvaldsins. I Ríkarði þriðja sýndi hann hrun
siðgæðis-lögmálsins alls. Þegar afsals-atriðinu mikla lýkur, biður Ríkarður
annar um spegil; og þegar hann sér að andlit hans er óbreytt, þá brýtur
hann spegilinn. Kóngurinn er orðinn að manni, kórónan hefur verið hrifsuð
af höfði Hins Smurða. En veröldin hefur ekki skolfið á rótum sínum, og
ekkert hefur breytzt, ekki einu sinni andlit hans sjálfs. Svo krúnan var ekki
annað en blekking.
Þegar Ríkarður þriðji hefur hrakið Onnu prinsessu inn í svefnskála sinn,
heimtar einnig hann spegil. Allt hefur reynzt blekking: hollustan, ástin,
jafnvel hatrið. Ekki er refsað fyrir glæpi; fegurðin hefur kosið sér óarga
dýr; mannleg örlög eru leir sem móta má í hendi sér. Það er enginn guð,
engin lög.
með guð, og allt, á móti mér! og ég
sem ekki' á trúrri bakjarl bónorðs míns
en djöfulinn, og sjálfs mín flærðar-svip,
vinn hana samt! Oll veröldin gegn engu!
(Rtkarður þriðji, I, 2)
Ríkarður þriðji heimtar spegil. En hann er hyggnari en Ríkarður annar.
Hann heimtar spegil, en samtímis heimtar hann skraddara til að sníða
sér ný klæði.
VIII
Shakespeare skoðar hina miskunnarlausu vél án ótta miðaldanna, og án
hillinga Nýjunar-tímans. Sólin gengur ekki kringum jörðina, það er engin