Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 58
Tímarit Máls og menningar
Vostseróvits verður fyrstur til að skapa hlutverk Ríkarðs með öllum þeim
ráðum sem skopleikara eru tiltæk. Ríkarður hans derrir sig, fellur á kné,
gerir sér upp vorkunn og reiði, blíðu, ofsa og losta, jafnvel grimmd. Rík-
arður hans er ofar sérhverri leikstöðu; hann fellir sig ekki að þeim, hann
bara leikur þær. Hann er ekki, hann aðeins þykist vera. Vostseróvits er
mikill leikari, en Ríkarður hans er jafnvel enn meiri leikari. Að leika í
bókstaflegum skilningi er að hreyfa sig á leiksviði, og taflmenn á skák-
borði. Svo er einnig um leik sögunnar. Þar bæði leika menn á sviði og leika
fram peðum sínum. Þeir blygðast sín ekki fyrir fíflalæti. Þeir blygðast sín
ekki fyrir neitt. Rétt eins og leikarinn blygðast sín ekki fyrir neitt hlutverk
sem hann leikur, því hann er bara að flytja það. Hann er ofar hlutverkinu.
Ef hann er leikstjórinn, þá velur hann í hlutverk og setur í stöður. Þá verð-
ur honum allt að leik. Hann hefur „leikið á“ alla. Þegar hann er orðinn
einn á auðri jörð, þá getur hann hlegið. Hann hefur jafnvel efni á að viður-
kenna að hann sé fífl, ofur-fífl.
Shakespeare hafði afar gaman af að líkja lífinu við leikhús. Það er sam-
líking sem á sér rætur aftur í fornöld, en það var Shakespeare sem gaf
henni dýpt og skýrleik. „Teatrum Mundi“ er hvorki af harmi né gamni.
En það hefur á að skipa harmleikurum og gamanleikurum. Hvert er hlut-
verk harðstjórans í leikhúsinu því? Ríkarður er ópersónall eins og sagan
sjálf. Hann er meðvitund og hugvit Vélarinnar Miklu. Hann setur af stað
valtara sögunnar, og er síðar kraminn undir honum. Ríkarður er jafnvel
ekki grimmur. Sálarfræðin á lítið erindi við hann. Hann er bara sagan, einn
af síendurteknum köflum hennar. Hann hefur ekkert andlit.
En leikarinn sem leikur Ríkarð verður að hafa andlit. Ríkarður hans
Vostseróvitsar er breiðleitur, og hlær. Sá hlátur vekur ótta. Sú tegund harð-
stjóra sem mest ógn stendur af, er sá sem viðurkennir að hann sjálfur sé
trúður, og veröldin öll gífurleg Ioddara-sýning. Vostseróvits varð til þess
fyrstur leikara í þessu hlutverki að túlka Shakespeare á þann hátt. Að
minni hyggju er þar um að ræða túlkun með snilldarbragði. Hann byrjar
leikinn með fíflskap, og hann hefur hlutverkið allt í fíflskaparmálum. Lát-
bragð hans allt er skringilæti; í slægð og grimmd jafnt og í tilburðum ástar
og valds. En fíflskapur er ekki aðeins látbragð. Fíflskapur er heimsviðhorf,
og hástig fyrirlitningar, algjör fyrirlitning.
Ríkarður er orðinn konungur. Hann ber á herðum sér tignarkápuna.
Hún var sniðin á tveim stundum. Um þokka í klæðaburði geta aðrir sinnt;
hann þarf ekki á slíku að halda. Hann er ávallt að flýta sér. Aðrir hafa
152