Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 58
Tímarit Máls og menningar Vostseróvits verður fyrstur til að skapa hlutverk Ríkarðs með öllum þeim ráðum sem skopleikara eru tiltæk. Ríkarður hans derrir sig, fellur á kné, gerir sér upp vorkunn og reiði, blíðu, ofsa og losta, jafnvel grimmd. Rík- arður hans er ofar sérhverri leikstöðu; hann fellir sig ekki að þeim, hann bara leikur þær. Hann er ekki, hann aðeins þykist vera. Vostseróvits er mikill leikari, en Ríkarður hans er jafnvel enn meiri leikari. Að leika í bókstaflegum skilningi er að hreyfa sig á leiksviði, og taflmenn á skák- borði. Svo er einnig um leik sögunnar. Þar bæði leika menn á sviði og leika fram peðum sínum. Þeir blygðast sín ekki fyrir fíflalæti. Þeir blygðast sín ekki fyrir neitt. Rétt eins og leikarinn blygðast sín ekki fyrir neitt hlutverk sem hann leikur, því hann er bara að flytja það. Hann er ofar hlutverkinu. Ef hann er leikstjórinn, þá velur hann í hlutverk og setur í stöður. Þá verð- ur honum allt að leik. Hann hefur „leikið á“ alla. Þegar hann er orðinn einn á auðri jörð, þá getur hann hlegið. Hann hefur jafnvel efni á að viður- kenna að hann sé fífl, ofur-fífl. Shakespeare hafði afar gaman af að líkja lífinu við leikhús. Það er sam- líking sem á sér rætur aftur í fornöld, en það var Shakespeare sem gaf henni dýpt og skýrleik. „Teatrum Mundi“ er hvorki af harmi né gamni. En það hefur á að skipa harmleikurum og gamanleikurum. Hvert er hlut- verk harðstjórans í leikhúsinu því? Ríkarður er ópersónall eins og sagan sjálf. Hann er meðvitund og hugvit Vélarinnar Miklu. Hann setur af stað valtara sögunnar, og er síðar kraminn undir honum. Ríkarður er jafnvel ekki grimmur. Sálarfræðin á lítið erindi við hann. Hann er bara sagan, einn af síendurteknum köflum hennar. Hann hefur ekkert andlit. En leikarinn sem leikur Ríkarð verður að hafa andlit. Ríkarður hans Vostseróvitsar er breiðleitur, og hlær. Sá hlátur vekur ótta. Sú tegund harð- stjóra sem mest ógn stendur af, er sá sem viðurkennir að hann sjálfur sé trúður, og veröldin öll gífurleg Ioddara-sýning. Vostseróvits varð til þess fyrstur leikara í þessu hlutverki að túlka Shakespeare á þann hátt. Að minni hyggju er þar um að ræða túlkun með snilldarbragði. Hann byrjar leikinn með fíflskap, og hann hefur hlutverkið allt í fíflskaparmálum. Lát- bragð hans allt er skringilæti; í slægð og grimmd jafnt og í tilburðum ástar og valds. En fíflskapur er ekki aðeins látbragð. Fíflskapur er heimsviðhorf, og hástig fyrirlitningar, algjör fyrirlitning. Ríkarður er orðinn konungur. Hann ber á herðum sér tignarkápuna. Hún var sniðin á tveim stundum. Um þokka í klæðaburði geta aðrir sinnt; hann þarf ekki á slíku að halda. Hann er ávallt að flýta sér. Aðrir hafa 152
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.