Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 112
Tímarit Máls og menningar
þýtt á þær og þannig flyzt frásagnar-
tækni skráðra æva þeirra heilögu á
latínu yfir á þjóðtungurnar. Tengslin
milli rómansanna og ævintýranna ann-
ars vegar og heilagra manna æva hins
vegar verða augljós þegar þessar bók-
menntagreinar eru bornar saman. Grein-
arnar í þessu ársriti fjalla hver á sinn
hátt um þessi efni. Ludvig Bieler skrif-
ar um írskar heilagramannasögur og
áhrif þau, sem merkja má í þeim frá
heiðnum höfundum og ritum. Hann
nefnir ferð heilags Brendans, en þá frá-
sögn telur hann sprottna af sögum
írskra múnka í leit að eyðieyjum norður
í höfum. Efniviðurinn í ferð Brendans
er einnig fenginn úr klassískum bók-
menntun, t. d. frá Lukianos, Vera hist-
oria og úr Physiologus. Leit Brendans
að hamingjulandinu er hliðstæða við
leitina að þeim eylöndum, þar sem ham-
ingjan býr, insulae formnatae, frá tím-
um Hellena og Rómverja. Ferðalögin
til ódáinsheima eiga sér hliðstæðu í
Virgilíusi, Enesarkviðu VI, apokrýfum
bókum Biblíunnar, eins og írskir múnk-
ar kynntust þeim og írskum undrasög-
um.
Dominica Legge, sem er sérfræðing-
ur í anglo-normönnskum bókmenntum,
eða anglo-frönskum, ritar grein um
fyrsta textann á þeirri mállýzku, „Ferð
heilags Brendans", skráð um 1106.
Greinarhöfundur telur að þessi saman-
tekt, sem flokkuð er undir heilagra-
mannaævir í handritum, gæti eins flokk-
ast til rómansa eða ævintýra. Þessi saga
var mjög vinsæl vegna þess að „heilagra-
manna sögur voru skrifaðar sem mót-
vægi við rómansana til þess að veita
leikmönnum uppbyggilegri lesningu"
eins og greinarhöfundur segir. Til þess
að það mætti takast varð höfundurinn
að nota að nokkru frásagnartækni róm-
önsunnar eða miðaldaævintýrsins. Þessi
206
aðferð minnir á viðleitni Guðbrands
biskups Þorlákssonar með Vísnabókinni
1612, þar sem tilraun var gerð til þess
að kveða niður veraldlegar rímur með
rímum af ýmsum persónum biblíunn-
ar. Víxláhrif milli heilagra-æva og æv-
intýra miðalda verða auðsæ í þessari
grein Dominicu Legge. Hún leggur
áherzlu á það, að samfélagsástand þess-
ura tíma, hafi verið undirrótin að þess-
ari bókmenntapólitík kirkjunnar, og
þar með aukið læsi vissra samfélags-
hópa.
Charles F. Altman fjallar um frá-
sagnartækni ritaðra helgramannasagna
og þróun þeirrar tækni. Hann ræðir
einnig þróun þessarar tækni meðal Engil-
saxa og annarra og höfuðfyrirmyndir
íyrir síðari höfunda helgramannasagna.
W. R. Jones skrifar grein um himna-
bréf, en fyrst er getið um slík bréf seint
á sjöttu öld. Himnabréfin voru mis-
munandi í ýmsum atriðum og hér er
fjallað um himnabréf í Englandi á mið-
öldum. Þessi bréf fóru víða, þar á meðal
hingað til lands. Fleiri greinar eru í ár-
bókinni auk ritdóma um rit varðandi
miðaldafræði og endurreisnartímana.
Annað rit um miðaldafræði er Anglo-
Saxon England.1 Nú eru komin út fjög-
ur bindi. Þetta er ársrit, sem hóf göngu
sína 1972 og er helgað engilsaxneskum
fræðum, gefið út í Cambridge. í því
hafa birzt ýmsar greinar, sem snerta
ekki aðeins engilsaxnesk fræði í þrengri
merkingu, heldur m. a. íslenzk mið-
aldafræði. Þetta fjórða bindi er safn
þrettán greina, aðallega um hrein engil-
saxnesk efni, nema hvað grein G. F.
Jensens um víkinga á Englandi og
3 Anglo Saxon England, 4. Edited by
Peter Clemoes. Cambridge University
Press 1975.