Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 7
Adrepur
undirgefni eru að tefja tímann og reyna að sveigja af leið. Þeir nýir liðsmenn
flokka og hreyfinga sem bjóða sig fram til starfa en finna engan stað fyrir sig
þar sem þeir geta komið skoðunum sínum á framfæri, hlustað á mál annarra
og tekið síðan þátt í mótun niðurstöðunnar, hrökklast frá vonsviknir. Þeir hafa
glatað trúnni á hið svokallaða félagslega samráð - á hið lifandi lýðræði. Þeir
hika áður en þeir koma í annað sinn. Þeir hverfa á vit stofunnar heima og
verða smám saman félagslega óvirkir og frumkvæðislausir.
Ég er ekki í neinum vafa um að vinnubrögð flestra helstu stofnana hins ís-
lenska samfélags eru þessu marki brenndar. Þær bera meginábyrgð á því félags-
lega náttúruleysi almennings sem svo mjög gerir vart við sig nú á tímum. Skól-
arnir, kirkjan, stjórnmálaflokkarnir, verkalýðsfélögin (með undantekningum þó)
eru dæmigerð fyrir vinnubrögð af því taginu sem nefnd voru hér að framan.
Og eftir höfðinu dansa limirnir. Sá félagsskapur sem gefur út þetta tímarit er
þar engin undantekning, þótt hann eigi sér sína málsvörn eins og ýmsir fleiri,
en það er annað mál og ekki eins skemmtilegt.
Nú vitum við að stjórnmálaflokkar og verkalýðsfélög eru mikil valdatæki á
sviði þjóðmála. Valdabarátta innan þeirra er því alla jafna mikil. Þeir sem ráða,
halda sig tryggja völd sín hvað best með eins konar einokun valda og upplýs-
inga. Flokkar sem byggðir eru upp á valdatryggingu fámennra hópa og klíkna
í stað félagslegrar skoðanamyndunar og opinnar ákvarðanatöku, þeir drepa fé-
lagsáhuga almennings í dróma, skapa pólitískan leiða meðal almennings og gera
hann óhæfari til að gera upp á milli flokkanna þegar í kjörklefann kemur.
Sósíalistar og verkalýðshreyfing verða að líta á eigin garð og reyta illgresið
sem þar hefur vaxið óáreitt um langa hríð og er að því komið að kæfa þann
gróður sem þar átti að rækta.
Þröstur Ólafsson.
341