Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 8
Jacob Holdt Amerískar myndir Þær frásagnir — og ljósmyndir — sem hér fara á eftir gefa talsvert óvenjulega innsýn í amerískan veruleika, fjalla um þætti hans sem hefur verið furðu lítill gaumur gefinn. Höfundur er ungur Dani sem kom til Bandaríkjanna 1970 með 40 dollara upp á vasann og ferðaðist síðan „á þumalfingrinum" um 48 ríki næstu fimm ár. Bók sem hann hefur nýlega gefið út um ferðir sínar birtir fágætar svip- myndir úr bandarísku hversdagslífi, einkum eins og það horfir við fátæku, þel- dökku fólki, vannærðu og afskiptu. Hér er því miður ekki kostur á að birta nema fátæklegt sýnishorn af ljósmyndum Holdts sem eru ákaflega merkilegar og samofnar allri frásögninni. Jakobsbréf 5, 1—6 í New Orleans bjó ég hjá svörtum morðingja sem hét Nell. Eins og hinir morðingjarnir sem ég hef kynnst eða búið hjá var hann ósköp venjulegur miðlungsmaður sem hafði orðið morðingi af tilviljun eða öllu heldur vegna aðstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Auðvitað leið nokkur tími þar til hann sagði mér frá fortíð sinni, því hann hafði strokið úr fangelsi í Nevada og hans var leitað; en eins og aðrir glæpamenn hafði hann að sjálfsögðu þörf fyrir að trúa öðrum fyrir því sem íþyngdi honum, einhverjum öðrum sem hann gæti treyst. Enginn getur risið einn undir slíkri byrði. Við bjuggum í austurhluta New Orleans-borgar ásamt nokkrum öðrum og Nell reyndi af fremsta megni að lifa venjulegu borgaralegu lífi, að svo miklu leyti sem aðstæður leyfðu. Hann vissi að hann yrði aftur sendur í lífstíðarfangelsi ef hann yrði uppvís að einhverju og reyndi því umfram allt að forðast lögbrot og lifði einkum af því að selja úr sér blóð. Eg var ekki vongóður um að honum tækist að halda sér utan múranna það sem eftir væri ævinnar en reyndi af fremsta megni að gera honum þessar smttu frelsisstundir eins ánægjulegar og uppörvandi og unnt væri. Mér fannst hann hafa tekið út ærna refsingu, löngu áður en glæpurinn var framinn, með þeirri fátækt og auðmýkingu sem hann hafði sætt af þjóðfélagsins 342
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.