Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 9
Amerískar myndir hálfu í bernsku. Það var eftir að ég hafði látið þessa skoðun í Ijós í einu af nætursamtölum okkar að hann trúði mér fyrir glæpnum sem hann hafði framið, og þetta leyndarmál tengdi okkur enn traustari böndum. Við fylgd- umst oft að, á götum úti og á leiðinni í blóðbankann. Við gátum næstum framfleytt okkur á því að selja blóð tvisvar í viku, því að blóðbankarnir í New Orleans greiddu þá hæsta verðið í öllum Bandaríkjunum, 6 dollara og 10 sent í hvert skipti. Aðeins einstöku sinnum neyddist ég til að stela osti og öðru slíku smáræði í kjörbúðum til matar. Eg þvertók fyrir að Nell gerði það þar sem hann átti á hættu lífstíðarfangelsi, en ég vissi að ég mundi geta kjaftað mig út úr vandræðunum ef ég yrði staðinn að verki. Þannig var Nell stöðugt hundeltur af örlögum sínum. En aldrei varð mér það eins ljóst og kvöldið sem ég sá hann síðast. Við höfðum framið þá flónsku að koma gangandi saman niður götuna í svarta hverfinu þar sem við bjuggum og með því vakið á okkur athygli lögreglunnar. Það er hættulegt fyrir hvítan mann og svartan að vera í samfylgd í svörtu hverfi því að slíkt er þegar sett í samband við eiturlyfja- sölu. En við vorum í hrókasamræðum þegar við gengum inn í hverfið og gleymdum að skilja. Ekki leið á löngu áður en lögreglubíll nam staðar við hlið okkar í myrkrinu, í einni af hinum illa lýstu götum í fátækrahverfi austurborgarinnar. Lögregluþjónarnir voru af kátu og kumpánlegu gerðinni og ætluðu eiginlega bara að hræða okkur og sögðu því að við mættum sleppa ef við afhentum þeim strax marihuanasígaretturnar okkar. Eg hafði svo oft áður orðið vitni að því að lögreglan notaði þessa aðferð í svörtum hverfum; þá þurfa þeir ekki að skrifa skýrslu um „grasið“ sem þeir taka heldur reykja það sjálfir. Næstum allir ungir Ameríkanar reykja „gras“ þó að það sé enn ólöglegt á pappírnum. Sjálfur hafði ég ekkert á mér en vissi að Nell var með eina eða tvær sígarettur eins og allir aðrir. En allt í einu varð Nell gripinn af þeirri ofsóknarhræðslu sem er þáttur af hlutskipti hans — þeirri ofsóknarhræðslu og tortryggni sem næstum allir eru haldnir sem eru aldir upp við sömu þjóðfélagsaðstæður og hann — og neitaði að afhenda sígaretturnar sínar. Sjálfur hefði ég ekki hugsað mig um andartak. Eg bar fullt traust til lögregluþjónanna. Tortryggni Nells gagnvart lögreglunni varð til þess að hann varð stjarfur og brást óskynsamlega við. Lögreglumenn eru þjálfaðir til að veita eftirtekt slíkum viðbrögðum glæpamanna, og þessir stigu út og leituðu á honum. Þeir fundu ekkert nema tvær litlar marihuanasígaremir og hnífinn hans en fyrst hann var ekki með persónuskilríki tóku þeir hann 343
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.