Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 24
Tímarit Máls og menningar þessar bækur væru markverðar hvor með sínum hætti, og þá einkanlega sú síðarnefnda, hafði Bellow ekki enn fundið sinn rétta tón, þann stíl og frásagnarhátt sem gæfi skáldsýn hans svigrúm og skopgáfu hans laust taumhald. Það gerðist með þriðju skáldsögu hans, „The Adventures of Augie March“ (1953), sem færði höfundinum skjóta frægð og verðskuldaða við- urkenningu. I þessari löngu skáldsögu og öllum síðari skáldverkum sínum snýr Bellow baki við hinum hefðbundna frásagnarhætti í þriðju persónu og skrifar í fyrstu persónu. Þessi aðferð veitir hugmyndaflugi hans og kímnigáfu stóraukið frjálsræði, þó það verði smndum á kostnað þess að sögumaður sjálfur er ekki ævinlega dreginn nægilega skýrum dráttum. Hins vegar verða sögurnar með þessu móti nákomnari lesandanum og taka á sig mynd játninga. Þó sögumaður sé stundum óljós verða margar þær persónur, sem hann á mest saman við að sælda og sterkast orka á líf hans og örlög, þeim mun ljósari. Eins og í nálega öllum sögum Bellows er söguhetjan, Augie March, óráðinn og framtakslítill einstaklingur sem langar til að segja Nei (með stórum staf) við viðbjóði og vitfirringu veraldarinnar, en kemst um síðir að þeirri niðurstöðu að hláturinn sé haldbesta úrræðið og heppilegasta við- bragðið við flækjum, örvæntingu og öfuguggahætti mannlífsins. Hláturinn verður leyndardómur lífsviljans. Þetta felur þó engan veginn í sér að Bel- low segi skilið við þá sterku siðgæðisvitund sem auðkennir öll hans verk, heldur einungis að fjarstæður og sjálfsmótsagnir tilverunnar verði því að- eins þolanlegar að þeim sé tekið með brosi á vör og þeim hæfileika barns- ins að geta hrifist og undrast yfir fjölbreytileik og firrum þess fjölleikahúss sem heimurinn er. Næsta bók Bellows, „Seize the Day“ (1956) er smtt meistaraverk um miðaldra mann sem hefur mistekist allt sem hann hefur tekið sér fyrir hend- ur og uppgötvar að öll mistök hans í einkalífi og á opinberum vettvangi verða hjákátleg og léttvæg andspænis hinni stórfenglegu staðreynd dauð- ans, sem upphefur allan hégóma og slóttugan bægslagang mannlífsins og færir manneskjunni þá reisn sem lífið sveik hana um. Fimmta skáldsaga Bellows, „Henderson the Rain King“ (1958), er af flestum talin besta verk hans til þessa. Hún greinir frá risavöxnum og vell- auðugum miðaldra manni sem hefur í mannlegum skilningi mistekist að lifa lífinu, aldrei fundið því neinn tilgang eða merkingu, og leggur leið sína til Afríku í mannúðarerindum í því skyni að komast í samband við 354
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.