Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 29
Banadartsk sagnagerð eftir seinna stríð sjáandi og trúður, yfirburðahugsuður og hrópandi í eyðimörkinni, tals- maður og spámaður sinnar kynslóðar. Tvær aðrar bækur, „The Presidential Papers“ (1963) og „Cannibals and Christians“ (1966) eru samdar í svipuðum anda hins innblásna spámanns og hrópanda. En Mailer heldur einnig áfram að gera tilraunir með skáldsöguformið í tveimur merkilegum bókum, sem sýna enn nýja hlið á stílsnilld hans og hugkvæmni: „An American Dream“ (1965) og „Why Are We in Viet- nam?“ (1967). I fyrri sögimni fer Mailer í gervi harðsoðins leynilögreglu- söguhöfundar og setur saman bók sem er í senn skopstæling og djúpsæ, alvöruþrungin lýsing hins fræga ameríska draums um æsilega viðburði, ofbeldi, klám og úrslitaátök góðs og ills, sakleysis og lífsreynslu. A 32 við- burðaríkum klukkustundum lifir söguhetjan, Stephen Rojack, allt það ofbeldi, óhugnað og afskræmingu mannlegra hvata sem stórborg eins og New York hefur upp á að bjóða. I seinni sögunni fjallar Mailer um furðulegar bjarndýraveiðar í Alaska norðan heimskautsbaugs, þar sem öll hin ósýnilegu öfl bandarísks þjóðlífs koma saman og leika lausum hala á auðnum norðurhjarans, siðblinda og spilling eldri kynslóðarinnar, frumkraftur mannlegra hvata, tvíbent og lífs- hættulegt bræðralag veiðifélaganna, átök föður og sonar, föður og móður, náinna vina, manns og dýrs. Allir þessir þættir mynda söguvef sem er í senn dramatískur, dularfullur og þrunginn leiftrandi kímni og málsnilld sem lyftir sögunni upp á plan lofsöngs um óendanlegan leyndardóm lífsins og lífshvatanna. Ymsar af seinni bókum Mailers fjalla um bandarísk innanríkismál með slíkum hætti að hann hefur af sumum verið nefndur afburðablaðamaður sinnar samtíðar. „The Armies of the Night“ (1968) fjallar um mótmæla- gönguna miklu til Washington gegn Víetnam-stríðinu. „Miami and the Siege of Chicago" (1968) tekur til meðferðar hin frægu og rósmsömu flokksþing Repúblikana og Demókrata. „Of a Fire on the Moon“ (1971) fjallar um fyrstu lendingu mannaðs geimskips á tunglinu. „The Prisoner of Sex“ (1972) fjallar um bókmenntir, ástarfarslýsingar og bandarísku rauðsokkahreyfinguna, sem hann er ekki sérlega hrifinn af. Hvernig sem flokka ber þessar og aðrar bækur Mailers, fer ekki á milli mála að hann hefur ásamt mörgum öðrum höfundum átt þátt í að brjóta niður alla veggi skáldskapar og sagnfræði, uppspuna og sannleika, sjálfsævisögu og ádeilu- 359
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.