Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 31
Banadarísk sagnagerð ejtir seinna stríð ráfar um götur New York-borgar þar sem hann finnur fátt annað en lygi, hræsni og tilgerð. Hann lendir á heilsuhæli þar sem hann segir í fyrsm persónu sögu bernsku sinnar og æsku á mergjuðu máli sem ber sterkan keim af götumáli þeirra tíma. Þessi frumlega skáldsaga varð um árabil eins konar biblía ungs fólks í Bandaríkjunum og víðar, enda túlkar hún á einkar nærfærinn og nákvæman hátt sálarlíf og viðbrögð óspillts og viðkvæms ungmennis við rangsnúnum og fjandsamlegum heimi. Salinger birti árið 1953 níu smásögur í svipuðum anda og skáldsaga hans og síðan tvær smttar skáldsögur 1961 og 1963, sem fjalla um sömu fjölskyldu og „The Catcher in the Rye“ og em eins konar framhald eða frekari útfærsla þeirrar bókar, en í miklu lausara og ruglingslegra formi. Síðan hefur ekkert frá honum heyrst, en hann ku hafa degið sig út úr skarkala veraldarinnar og horfið inn í heim íhugunar og trúarbragða. Meðal annarra höfunda sem samið hafa markverðar bókmenntir um kjör og örlög gyðinga vestanhafs á síðustu áramgum má nefna Edward Lewis Wallant (1926—62), sem samdi þrjú meistaraverk á stuttu ævi- skeiði, Daniel Stern (f. 1928), sem hefur bæði fjallað um örlög gyðinga austan hafs og vestan, Bruce Jay Eriedman (f. 1930), sem samið hefur ákaflega kaldhæðnar sögur í létmm dúr um gyðingahamr í Bandaríkjun- um, og loks Philip Roth (f. 1933), sem öðlast hefur langmestar vinsældir sinnar kynslóðar fyrir opinskáar og hispurslausar lýsingar á fjölskyldulífi gyðinga og kynferðisvandamálum þeirra á yngri árum í samskipmm við fólk af öðmm uppruna. Roth er gæddur ríkri kímnigáfu og gneistandi frá- sagnargleði. Besta og kunnasta bók hans til þessa er „Portnoy’s Complaint“ (1969). Þó sagnagerð bandarískra blökkumanna eigi sér all-langa og merkilega sögu fyrir tilverknað höfunda á borð við William E. Burghardt Du Bois, Charles Waddell Chesnutt, James Weldon Johnson, Paul Laurence Dunbar og Jean Toomer, þá er almennt litið svo á að skáldsagnagerð blökkumanna nái fyrst fullum þroska í seinni heimsstyrjöld. Venja er að miða þessi tíma- mót við „Native Son“ (1940) eftir Richard Wright (1908—60), þar eð þessi skáldsaga vakti gífurlegan áhuga og miklar deilur sem enn eimir 361
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.