Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 32
Tímarit Máls og menningar eftir af. Sagan fjallar um æsku og uppvöxt ungs blökkumanns frá Suður- ríkjunum sem heldur norður á bóginn. Hann er haldinn óslökkvandi hatri á hvíta kynstofninum sem hann fær svalað með því að myrða auðuga dótt- ur vinnuveitanda síns sem sýnt hefur honum vinsemd og skilning. Bæði hvítir og svartir gagnrýnendur ýmist lofuðu bókina hástöfum eða for- dæmdu hana, og sú misklíð hefur ekki hjaðnað á síðustu fjórum áratug- um. Hvað sem öllum deilum um listrænt gildi skáldsögunnar líður varð hún upphaf nýrrar sýnar á kjörum og viðbrögðum blökkumanna við því um- hverfi sem þeir höfðu verið mótaðir af og þjálfaðir til að taka með þegj- andi þögninni öldum saman. Þeir voru ekki lengur þæg og undirgefin vinnudýr eða sjálfsánægðir smáborgarar sem höfðu komið sér sæmilega fyrir í fjandsamlegu þjóðfélagi, heldur nýtt og ógnvekjandi samfélagsafl sem var til alls víst og var ógnun við ríkjandi hefðir og valdajafnvægi. Enginn neitar því að þessi veigamikla skáldsaga hafi alvarlega listræna annmarka, og er einn þeirra sá að hún er mjög áróðurskennd og á köflum eins konar guðspjall hinnar kommúnísku framtíðarsýnar, sem Wright átti eftir að afneita rækilega tveimur árum síðar. Hins vegar yfirgnæfa kost- irnir gallana. Bæði í stíl, persónusköpun og efnismeðferð ruddi hún nýjar brautir og dró upp hrollvekjandi mynd af andlegu ástandi hugsandi og metnaðarfullra blökkumanna sem voru flestar bjargir bannaðar í landi hinna ótæmandi möguleika. Eins og margir aðrir blakkir höfundar fluttist Wright úr landi og settist að í Frakklandi þar sem hann bjó til dauðadags. Hann samdi nokkrar fleiri bækur, misjafnar að gæðum, en sjálfsævisaga hans, „Black Boy“ (1945), er tvímælalaust meðal þeirra verka hans sem munu lifa við hliðina á „Native Son“. Ári áður en „Native Son“ birtist kom fram á sjónarsviðið annar höfund- ur, William Attaway (f. 1912), og gaf út skáldsöguna „Let Me Breathe Fire“, sem vakti furðu litla athygli þó hún fjallaði á markverðan hátt um merkilegt efni, tvo harðgera farandverkamenn sem taka að sér munaðar- lausan dreng af mexíkönskum ættum og koma honum til manns. Þó þessir verkamenn séu hvítir á hörund eru þeir engu síður utangarðsmenn en blökkumenn og verða þannig í senn hliðstæður þeirra og tákn allra manna sem settir eru hjá. Þessir tveir menn og fósturbarn þeirra flækjast um 362
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.