Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 36
Tímarit Máls og menningar
um, eiga einkum upptök sín í Suðurríkjunum, ef til vill vegna þess að þar
er skáldsagnahefðin elst og blæbrigði þjóðlífs og tilfinninga ríkust.
Meðal skáldkvenna, sem sett hafa svip á nútímabókmenntir, ber að
nefna Eudoru Welty (f. 1909) sem lýsir á nærfærinn og hugtækan hátt
hrörnandi samfélagi sem er að líða undir lok í skáldsögum eins og „Delta
Wedding“ (1946), „The Golden Apples“ (1949), „The Ponder Heart“
(1954) og „Losing Battles“ (1970). Skáldsögur hennar einkennast fremur
af Ijúfum minningum og eftirsjá en beiskju eða átökum við samtímann.
Carson McCullers (1917—67) er miklu nærgöngulli og afdráttarlausari
í lýsingum sínum á týndum lífsgildum, horfnum hefðum, hrörnun sam-
félagsins og firringu mannsins. Flestar persónur hennar eru með einhverj-
um hætti afskræmdar eða bæklaðar, ýmist andlega eða líkamlega. I fyrstu
skáldsögu hennar, „The Heart is a Lonely Hunter" (1940), er til dæmis
daufdumbur sakleysingi hafður að eins konar skriftaföður og hjálparhellu
heillar borgar og fremur að lokum sjálfsmorð sem verður nömrleg skop-
stæling á örlögum Krists. I þessari bók eru endurómar af ógnarstjórn nas-
ista í Evrópu, böli kreppuáranna í Bandaríkjunum og kynþáttafordómum
í Suðurríkjunum.
McCullers samdi allmargar skáldsögur en besta verk hennar er tvímæla-
laust „The Ballad of the Sad Café“ (1951) þar sem þrjár hrjáðar og af-
skræmdar manneskjur leika hlutverk sín í harmleik einsemdar, vængbrot-
inna vona og dauðadæmdrar ástar meðan fangahópur í járnum þjáist,
syngur og þolir raunir sínar. Ollu harmsögulegri lýsing á hjálparleysi
mannsins er vandfundin.
Þriðja skáldkonan frá Suðurríkjunum, Flannery O’Connor (1925—64),
var talin meðal merkilegustu eftirstríðshöfunda Bandaríkjanna áður en
hún féll frá innan við fertugt. Skáldsögur hennar sameina formsnilld,
auðuga skopgáfu og mikla mannlega hlýju. Hún lýsir einkum lífsháttum,
hugsunarhætti og umhverfi heittrúarhópa í Georgíu, þar sem guðsdýrkun,
tnivilla og stjórnleysi leika lausum hala í „Biblíu-beltinu“ svonefnda. Hún
tekur einnig til meðferðar stórborgir Norðurríkjanna þar sem kalt og
upplýst frjálslyndi virðir að vettugi hinar dýpri þjáningar mannssálar-
innar undir gljáfægðu yfirborði menningar og menntunar. Tvær skáld-
sögur hennar, „Wise Blood“ (1952) og „The Violent Bear It Away“
(1960), eru meðal sígildra verka eftir stríð. Bæði Eudora Welty og Flan-
nery O’Connor teljast ennfremur í hópi besm smásagnahöfunda Banda-
ríkjanna. Frh.
366