Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 47
Bœkur og „kelUngabcsknr" þessu sambandi væri það í hæsta máta óeðlileg málnotkun. Og hvaða kyn skyldi hafa verið á lýsingarhættinum, ef áður hefði verið talað um skáld í stað rithöfunda? I íslenskum bókmenntasögum er næstum undantekningalaust vísað til hvorugkynsorðsins skáld eins og um einhvern hann væri að ræða. Hefðin fyrir þessu er löng og óbrotin. Jafnvel þótt Snorri geri á einum stað ráð fyrir „brag“ og „orðsnilld" kvenna jafnt sem karla,17 finnst honum ekki taka því að beina orðum sínum til þeirra í „Skáldskaparmálum“, þegar hann segir: En þetta er nú at segja ungum skáldum, þeim er girnask at nema mál skáldskapar ok heyja sér orðfjölda með fornum heitum eða girnask þeir at kunna skilja þat, er hulit er kveðit, þá skili hann þessa bók til fróðleiks og skemtunar.18 Nákvæmlega sama afstaða kemur fram í málnotkun Sigurðar Nordals sjö öldum síðar í þeirri frægu ritgerð „Samhengið í íslenzkum bókmennt- um“ frá árinu 1924. Eftir að hafa karlkennt öll skáld Islandssögunnar frá upphafi til enda, gefur hann samtímaskáldunum ráð um hvernig yrkja skuli. Eftirfarandi orð taka ekki aðeins af allan vafa um kyn þeirra, heldur raunar allra Islendinga: Tuttugasta öldin er miklu auðugri að andlegu efni en 10. öldin, sér víðar og legst dýpra, bæði í heimi efnis og sálar. En þessa andlegu menningu skortir oft aðhald og takmörk. Hún er eins og mikil elfur, sem myndar ekki fossa, af því hún þenur sig út um flesjar og flóa. Islendingar eiga að sækja sér sinn hlut af þessum auði, láta hann hlíta skorðum tungu sinnar og braga, byltast í gljúfrum dróttkvæða og hringhendna, svo að allur mátmr efnisins fái sig fullreyndan. Þeir eiga að skýra frá dýpstu rökum þessarar aldar á orðfáu, hófsömu og karlmannlegu sögumáli.19 Jafnt í beinum orðum sem myndmáli má hér sjá hver sé mælikvarði á góðar bókmenntir. Það er krafturinn, hófsemin og karlmennskan, þrír eiginleikar sem fylgjast að, og eru beinar andstæður flestra þeirra eigin- leika sem kvenkyninu hafa verið eignaðir. Kerlingarsvipurtnn Ijóti. Þegar Sigurður A. Magnússon endurnýjar orðið kerlingabœkur og líkir með því vondum bókmenntum við gamlar konur, byggir hann á aldagamalli karlveldishefð. Eins og ég hef leitast við að sýna fram á hér að framan, 377
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.