Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Qupperneq 51
Bcekur og „kellingabcekur"
Það kemur fyrir, þegar menn fyrtast mjög við veröldinni, að þeim skýzt,
þótt skýrir séu. Hinn ágæti gáfumaður Sigurður A. Magnússon innti eitthvað
að því í greinarkorni í MorgunblaSinu nýlega, að það væri í rauninni 9
eða 10 kellingar, sem settu svip sinn á íslenzkar bókmenntir í ár — ég man
nú því miður ekki hvernig hann orðaði þetta, nema hvað tölurnar mundu
vera réttar og samheitið. En kellingafansinn er ennþá stærri en Sigurður
segir hann, og að því leyti skýzt honum. Eftir því, sem ég bezt veit, eru
kellingarnar, sem út hafa gefið skáldsögur á þessu herrans ári ekki færri en
13, — jahá ljót er hún, talan, og uggvænleg, og kannski þætti fólki fróðlegt
að sjá nöfn þessara frómu Evu dætra sem hafa að engu þá skýlausu skipun
postulans Páls, að konum beri að halda sér saman á mannfundum.
Og eins og um væri að ræða opinbera tilkynningu í alvarlegu máli,
telur hann þessar óhlýðnu konur upp lið fyrir lið og í stafrófsröð:
Kellingarnar 13 eru þessar: 1. Elinborg Lárusdóttir, 2. Guðrún Árna-
dóttir frá Lundi, 3. Guðrún Jakobsen, 4. Guðrún A. Jónsdóttir, 5. Hildur
Inga, 6. Ingibjörg Jónsdóttir, 7. Ingibjörg Sigurðardóttir, 8. Jakobína Sigurð-
ardóttir, 9. Magnea frá Kleifum, 10. Ragnheiður Jónsdóttir, 11. Una Árna-
dóttir, 12. Þorbjörg Árnadóttir, 13. Þórunn Elfa Magnúsdóttir.
Fyrir honum er þessi fjöldi kvenrithöfunda merki um aukið frelsi
kvenna, og ekki um hnignun bókmenntanna eins og Sigurður álítur hann,
en inngangi sínum að hinum eiginlega ritdómi lýkur hann með þessum
orðum:
Hvað sem líður því tímanna tákni, að íslenzkar konur hafa gerzt svo
framar að nota frekar en áður ritfrelsi sitt, vildi svo til, að um svipað leyti
og ég las kellingahrellingar hins ágæta rithöfundar, barst mér í hendur bókar-
korn, sem mér þótti allforvitnilegt. Höfundur þess er ein af kellingunum
13 ....
Sigurður tekur orð Hagalíns bókstaflega og beitir þeim fyrir sig í næsta
svari til Helga Sæmundssonar, sem ber yfirskriftina „Kórvilla í höfuðstaðn-
um. Svar Sigurðar A. Magnússonar til formanns Menntamálaráðs“ og birtist
í Morgunblaðhnu 22. desember. Spurningu Helga um það hverjar „kelling-
arnar“ séu vísar hann til upptalningar Hagalíns, með þeim fyrirvara þó að
„ýmsum karlmönnum“ mætti bæta í hópinn.
I athugasemdinni í Tímariti Máls og menningar tilfærir Sigurður þessa
grein sem rök gegn þeirri túlkun minni að orðið „kellingabækur" hafi átt
við bækur eftir konur sérstaklega. Hann segir:
Ályktun lektorsins er satt að segja dálítið hvatvísleg með tilliti til þess að
í Morgunblaðinu 22. desember 1964 birti ég alllanga grein í ritdeilu við
381