Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 56
Tímarit Máls og menningar
rúnu A. Jónsdóttur, Hildi Ingu, Guðrúnu Jakobsen, Þórunni Elfu Magnús-
dóttur og Magneu frá Kleifum. Taka þær kerlinganafnbótinni nokkuð
ólíkt. T. a. m. segir Þórunn Elfa Magnúsdóttir, sem er reyndur rithöfundur
og eflaust ýmsu vön, að sér finnist „karlmenn ekki miklir riddarar nú á
dögum og lítil kurteisi að kalla allar skáldkonur kerlingar“, en það hitti
sig ekki neitt „þótt verið sé að tala um þessar kerlingar“. Aftur á móti
segist nýliðinn Hildur Inga „ekki vita hvort hún hrelli Sigurð A. með
fleiri kerlingabókum“. Eru orð hennar þeim mun athyglisverðari sem hún
mun hafa verið byrjuð á nýrri bók, sbr. fréttatilkynningu þá í Þjóðvilj-
anum 3. desember sem áður gemr. Væri fróðlegt að vita, hve margar
konur kerlingabókanafngiftin hefur fælt frá ritstörfum.
Svo fyndnar fréttir sem ritstörf kvenna fóm ekki fram hjá annálahöf-
undum áramótanna. I „Annáli ársins" í Morgunblaðinu 31. desember fengu
„kellingarnar" sinn hæfilega skammt:
— Nú fóru bækur að berast á jólamarkaðinn frá hinum 8 eða 10 keljingum,
sem skrifa bókmenntir þjóðarinnar, eins og frægt er orðið — og seldust
aðrar bækur sáralítið. Islendingar eru enn vandlátir bókamenn og skeyta
lítið um tízkur og stefnur ...
„Áramótaglens“ Alþýðublaðsins þennan dag var rímað, og meðal ann-
arra minnisverðra tíðinda frá liðna árinu em þessi:
Og skáldin ortu um ástina, sjóinn og fjöllin,
og átta kerlingar þvældust um bókmenntavöllinn.
Listaverkinu fylgja skrípamyndir, m. a. ein af kerlingu með sultardropa
í nefi og sleikjandi út um, sem horfir gráðugum augum á fjöðurstaf í
byttu. En sultardropi heitir öðm nafni kerlingardropi, sbr. Orðabók Menn-
ingarsjóðs.
Ekki urðu margir til að taka svari kvenrithöfunda í þessari orrahríð.
í Þjóðviljanum 12. desember kom ritdómur um „Þrjár bækur“ eftir konur,
undirritaður D.V., sem líklega er Drífa Viðar. Hvata sinn að ritdómnum
segir hún þennan:
Ég hef lengi ætlað mér að skrifa nokkur orð um bók Líneyjar Jóhannes-
dótmr, — í lofti og læk, sem út kom fyrir tveimur árum, en það hefur
lent i útideyfu. Þegar ég svo las um daginn margar tilvitnanir í mörgum
blöðum um það hve duglegt kvenfólk væri að skrifa og sumt léti frá sér
fara lélegar bækur, fannst mér tími til kominn að vekja athygli á því sem
konur hafa vel gert, þess skal getið sem gert er.
386