Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar fram hjá neinum sem fylgist með bókaútgáfu hér á landi hversu fyrirferðar- mikinn skerf skáldsagna íslenzkar konur leggja á markað hverja jólakauptíð. Ætli kvennasögurnar losi ekki tuginn þetta árið eins og stundum áður? ... Lauslega má ætla að eitthvað yfir 20.000 „kerlingabækur" séu prentaðar, mestpart seldar og sjálfsagt lesnar hér hvert haust. Þá er ótalið allt útlent góss af sama tagi og þaðan af verra ... Það fer ekki á milli mála hvaða skilning Ólafur leggur hér í orðið „kerlingabækur“. Það er samheiti við „kvennasögur“ og tengt vondum bókmenntum. Þótt hann telji það ekki rétt „að draga allar skáldsögur ís- lenzkra kvenna í einn dilk aðgreiningarlaust“, verður honum það á sjálf- um. Hann segir: Menn taka þó eftir hversu fátítt það er að kona sendi frá sér bókmennta- verk sem nái máli. Og þegar litið er yfir kvennasögur eins hausts er einsætt að allur obbinn af þeim eru skemmtisögur af sama tagi, sömu gerðar. Alþýð- legur skemmtilestur á sannarlega allan rétt á sér; og sízt spillir að slík nauð- synjavara sé heimafengin. Það er óþarfi að mikla fyrir sér fyrirfram vesal- dóm þessa bókmenntaiðnaðar. Vinsældirnar gera hann forvitnilegan við- kynningar, — þó varla sé bjóðandi í heilsuna þeirra sem lesa allan staflann ár eftir ár. Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Fyrir þessar forvitnisakir las ég nýlega þrjár nýjar skáldsögur íslenzkra kvenna — nokkurn veginn af handahófi. Sögurnar sem hann hefur rambað á eru eftir jafnólíka höfunda og Guð- rúnu A. Jónsdóttur og Guðrúnu frá Lundi annars vegar og Ragnheiði Jónsdótmr hins vegar. Niðurstaðan af lestrinum er þessi: Og einstakar „kerlingabækur" geta oft og tíðum verið allrar virðingar verðar: það er mikilsverðara að lánast lítill hlutur laglega en rembast til einskis yfir „miklu“. „Kerlingabækur“ eru enn á dagskrá hjá Sigurði A. Magnússyni í sept- ember 1965, en þá skrifar hann grein sem hann nefnir „Að brjóta náttúru- lögmálið“ og fjallar um framtíð íslenskra bókmennta. Talar hann þar um, „að í þjóðfélagi þar sem allt er slakt og einhvernveginn komið úr reip- unum sé ógerningur að skapa skáldverki þá spennu sem nauðsynleg er til að lyfta því yfir þurra annála eða marklausan vaðal, einsog megnið af hinum frægu „kerlingabókum“ síðustu ára er“.25 Hér má enn fá brot í skilgreininguna á „kerlingabókum“: Megnið af þeim er marklaus vaðall. 388
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.