Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 64
Tímarit Máls og menningar
um, Kerlingarslóðir, er hún að gera uppreisn gegn karlveldishefð bók-
menntastofnunarinnar sem notar orðið „kerling“ sem skammaryrði og
metur daglegt líf kvenna einskis sem bókmenntaefni.
Nafnið er táknrænt fyrir þann vettvang sem íslenskum kvenrithöfund-
um er að takast að skapa, þar sem reynsla kvenna er opinberuð og konur
finna sjálfar sig og sitt líf. Þessari stefnu sem ég þykist sjá í íslenskum
kvennabókmenntum verður best lýst með orðum annars höfundar sem
þessa dagana er að Ijúka við fyrstu skáldsögu sína: „Mig langar til að
skrifa um það sem karlmenn vita ekki og konur hafa alltaf þagað um.“34
Tilvitnanir:
1 Úr kvæðinu „Islenzk tunga“ eftir Matthías Jochumsson, upphaf erindis, sem
að minnsta kosti mín kynslóð í menntaskóla var látin læra utanbókar. Hér
tekið upp eftir Sigurður Nordal, lslenzk lestrarbók 1750—1930, 3. prentun,
Reykjavík 1942.
2 Sjá „Um konur og bókmenntir", Draumur um veruleika, Reykjavík 1977, bls.
32. Prentvillan kellingar (því miður ekki sú eina í bókinni) er hér leiðrétt í
kellingarnar. Grein Sigurðar birtist upphaflega án fyrirsagnar sem „Rabb“ í
Lesbók Morgunblaðsins 22. 11. 1964, en í greinasafni hans Sáð í vindinn,
Reykjavík 1968, hefur hún fengið fyrirsögn.
3 Sjá Tímarit Máls og menningar, 1. hefti 1978, bls. 110.
4 Sjá Arngrímur Sigurðsson, Islenzk-ensk orðabók, Reykjavík 1970.
5 Um tungumál og hlutverk kynja, sjá m. a. Else Ryen (red.), Sprák og kjönn,
Oslo 1976; og Rolv Mikkel Blakar, Sprák er makt, Oslo 1973, og Kontakt
og konflikt, Oslo 1978.
6 Sjá Richard Cleasby, Gudbrand Vigfusson, An lcelandic-English Dictionary
(1874). Second edition, Oxford 1957; Sigfús Blöndal, Islandsk-dansk Ordbog,
Reykjavík 1920—1924; íslenzk orðabók, ritstjóri Árni Böðvarsson, Reykjavík
1963.
7 Sjá formála Guðbrands Vigfússonar að 1. útgáfu Islenzkra þjóðsagna og tevin-
týra (1862). Hér er vitnað í Jón Árnason, íslenzkar þjóðsögur og cevintýri.
Ný útgáfa, annað bindi, Reykjavík 1961, bls. xxviii—XXLX
8 Fjölnir, fjórða ár, 1838, Kaupmannahöfn 1839, bls. I, 13.
9 Jón Árnason, íslenzkar þjóðsögur og cevintýri (1862). Ný útgáfa, annað bindi,
Reykjavík 1961, bls. 499.
10 Sama, bls. 509.
11 Sama, bls. XXXVII.
12 Hér undanskil ég vitanlega hina ágætu bók Guðrúnar P. Helgadóttur, Skáld-
konur fyrri alda, Akureyri 1961—1963, sem beinlínis fjallar um skáldskap
kvenna. Það er einkar athyglisvert að þessi bók virðist ekki hafa haft nokkur
394