Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 67
Úr bréfi
Nokkrar skýringar.
Séra Olafur Indriðason var gamalkunnugur Melsteðsfólkinu, því að hann var skrif-
ari hjá Páli Þórðarsyni Melsted þegar hann var sýslumaður á Ketilsstöðum og lærði
undir skóla hjá honum að nokkru leyti.
Jónas lá veikur: Jónas segir frá þessum veikindum í bréfum sínum og dagbók-
um, sjá Rit J. H. og ársskýrslu frá Peter J. Beldring fjórðungslækni á Brekku, sem
Jónas var hjá í þrjár vikur, að því er dagbókin hermir, segir svo í skýrslunni:
„En Reisende laae her i 5 Uger med et Saar paa anticrus (þ. e. nánast sköflungur)
som, fordi han havde forspmt det og vadet i salt Vand med det havde antaget en
farlig Characteer. Ved Brugen af Kulpulver baade af spec. resolvendes og Pulver
af Chinabark og Aloe stroet i Saaret kom han sig næsten; da han med H0stskibene
reiste til Kjobenhavn, afbrpdes hans Cur her.
En syphilitisk Matros ieg havde under Cur reiste ligeledes i Efteraaret til Dan-
mark.“
Blettur á Þorvaldi: Þorvaldur Böðvarsson og Gunnar Hallgrímsson voru fylgdar-
menn Jónasar þetta sumar og í bréfi til Páls Melsteðs yngra segir Jónas 18. október
þetta ár: „Heilsaðu fyrir mig Gunnari mínum; Þorvald lygara þarftu ekki að hirða
um.“
Evalds fata: Orlög danska skáldsins Jóhannesar Evalds. Hann var drykkfelldur
til muna siðari ár ævi sinnar.
... bágt að fella sig við hann: Okunnugum þótti Jónas heldur fráhrindandi;
Gröndal lýsir honum svo í Dægradvöl: „hann var búlduleitur og fúllegur að sjá,
og mjög hæglátur", en Bjarni Thorarensen viðhafði þau orð um hann, að hann
væri „hið drambsamasta dýr“.
Aðalgeir Kristjánsson
bjó til prentunar.
397