Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 78
Tímarit Máls og menningar
Fyrsta hluta verks síns kallar Kári inngang og rekur þar þróun íslenskr-
ar Ijóðlistar í stuttu máli frá upphafi og fram á 20. öld. Þetta segist hann
verða að gera vegna þess að ekki sé til nein íslensk bókmenntasaga sem
hann geti notað sem inngang að verki sínu eða vitnað í máli sínu til stuðn-
ings. Astæðan til þess er ekki síst sú að Kári hefur mjög nýstárlega kenn-
ingu um þróun ljóðlistarinnar sem hann útlistar að vísu ekki fyrr en kemur
fram að 20. öld í ritgerðinni, en til að forðast endurtekningar í svona smtt-
um útdrætti fer best á að kynna hana hér.
I íslenskri Ijóðagerð skiptast alltaf á áhersla á efni og áhersla á form.
Þetta eru ekki vélræn skipti heldur orsakast þessi áherslubreyting af ytri
aðstæðum, þjóðfélagsþróun, efnahag, breytingum á veðurfari. Ekki eru
skiptin heldur alveg skýr, hvort tveggja er oftast til á sama tíma þótt annað
sé ráðandi.
I Eddukvæðum, sem eru eldri Islandsbyggð, er áherslan lögð á efnið, á
söguna sem er bundin í Ijóðstafi til að hún geymist betur í minni. Með
nýjum, glæsilegum og sívoldugri höfðingjum á 8. og 9- öld kemur hirð-
skáldskapurinn upp, dróttkvæðin, þar sem áherslan er öll á forminu. Fyrir
hirðskáldin voru edduhættir alltof einfaldir, eddukvæðin voru alþýðuskáld-
skapur miðað við dróttkvæðin. Innihaldið í dróttkvæðunum skipti hins
vegar litlu máli, innihald heillar vísu má stundum segja með einni setningu:
hermaðurinn dó; ég drap hann. Kári bendir á að í óbundnu máli eigi drótt-
kvæðin sér samsvörun í Islendingasögum og konungasögum en eddukvæð-
in í fornaldarsögum. Samtímasögur telur Kári að hafi átt hliðstæðu í döns-
um og tiltekur tvö dæmi úr Sturlungu til staðfestingar þeirri áráttu Islend-
inga að nota Ijóðformið alla jafna samhliða óbundnu máli, sem er skemmti-
leg tillaga. A hinni róstusömu Sturlungaöld endurvekja dansarnir efnis-
mikinn skáldskap, dansa sem segja sögur, en það er fljótlega klippt á þá
þróun.
Eftir miðja 13. öld fer menningu Islendinga hrakandi. Það stafaði ekki
síst af kólnandi veðurfari, kuldaskeiði sem stóð í 200 ár, en auk þess var
stjórnmála- og efnahagsástand slæmt og fór versnandi. I bókmenntum
hefur þetta í för með sér vaxandi áhrif erlendis frá, riddarasögur voru
þýddar og stældar og með þeim koma sagnadansar, ballöður. Kári dregur
þá ályktun af þessari þróun að meðan þjóðin lifði rósmsama æsingatíma
hafi hún getað skrifað raunsæilegar bókmenntir en þegar henni fór að
leiðast í lognmollunni og einangruninni eftir 1300 hafi hún stílfært skrif
sín meira og meira — því ekki datt henni í hug að hætta að skrifa. Sem
408