Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Qupperneq 83
Hefð og nýjungar í tslenskum skáldskap á 20. öld Sigurð langaði „ekki að skipa skáldasess..hann var fyrst og fremst að koma hugmyndum sínum á framfæri og hefði eins vel getað gert það í óbundnu máli eins og Þórbergur í Bréfi til Láru og Halldór Laxness í Al- þýðubókinni. En hugmyndirnar komust ágætlega tii skila í Hamri og sigð, og á næstu árum voru þær óspart notaðar af þekktum skáldum eins og Jóhannesi úr Kötlum og nýjum skáldum eins og Steinari Steinarr. Hjá þess- um skáldum var efnið að sjálfsögðu aðalatriðið, formfágun var aukaatriði. Raunsæismenn reyndu því oft að losa um formið, losna við rósfjötra ríms- ins og nota stuðla óreglulega. Jón úr Vör kastar víða bæði stuðlum og rími í fyrsta Ijóði fyrstu bókar sinnar: Ég ber að dyrum. En þrátt fyrir Rauða penna fékk raunsæisstefnan ekki þá næringu í samfélaginu sem hún þurfti á að halda. Skáld hennar yfirgáfu hana smám saman og færðust annars vegar í átt til 19. aldar þjóðernisstefnu (Hrím- hvíta móðir Jóhannesar), hins vegar í átt til módernisma (Steinn Steinarr). Hið fyrra stafaði meðfram af ótta við fasisma og þörfinni á að berjast gegn honum, hið síðara af þeim ótrúlegu sveiflum sem hér urðu í þjóðlífi með síðari heimsstyrjöld. Það er óþarfi að rekja hér þá þróun sem varð á Islandi í stríðinu og eftir það, nægir að fullyrða að þá varð hið mesta menningarlega og efnahags- lega rót sem við höfum enn haft reynslu af sem þjóð. Osamræmið var hrikalegt milli ástandsins fyrir og eftir stríð. Það var ekki hægt að tjá breytingarnar eða hinn nýja veruleika með gömlum aðferðum. Skáldin höfðu aldrei áður haft eins traustan fjárhagslegan grunn að standa á en um leið var verið að éta undan þeim þann menningarlega grundvöll sem þeir voru fulltrúar fyrir. Sú stefna sem af þessu leiddi í Ijóðagerð er kölluð módernismi. Það má ef til vill orða það svo, að módernismi sé tjáning á mótsögninni efnahagslegar framfarir og menningarleg hnignun. En er þá rétt að halda því fram að módernisminn stafi eingöngu af þess- um aðstæðum á Islandi eftirstríðsáranna? Erlend áhrif voru mikil á skáld- in, sem flykktust til útlanda sjálf á þessum árum. En Kári vill halda því fram að það skipti litlu máli hvort Hannes Sigfússon las Waste Land Eliots eða ekki áður en hann orti Dymbilvöku. Spurningin sem hann vill leggja fram er sú: Hvers vegna höfðaði Eliot til Hannesar en ekki til dæmis til samtímamanns síns Stefáns frá Hvítadal? (Stefán er fæddur 1887, Eliot árið eftir.) Og svarið er: Nú voru þær aðstæður upp komnar að módern- isminn gat fest rætur á Islandi. Formbyltingin fullkomnaðist mjög fljótlega, þ. e. a. s. það af henni sem 413
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.