Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 14
Tímarit Máls og menningar
samúð hans með lítilmagnanum, einstæðingnum, sem verður fyrir
barðinu á máttarvöldum þessa heims, þolanda kerfisins fremur en upp-
reisnarmanninum gegn því. Sumar eftirminnilegustu persónur hans eru
einmitt slík olnbogabörn þjóðfélagsins sem eiga sér enga uppreistarvon.
Hnitmiðaður og þrautagaður stíll Halldórs er þó gerhreinsaður af allri til-
finningasemi; hann missti aldrei taumhaldið á meðaumkun sinni, sagði
aldrei hug sinn allan, heldur lét lesanda eftir að draga ályktanir af því
sem hann lýsti. A þennan hátt urðu bestu sögur hans tákn um annað og
meira en þær virðast við fyrstu sýn, merking þeirra dýpri og víðtækari.
Því fer þó fjarri að Halldór hafi einskorðað persónulýsingar sínar við
þjóðfélagsafstöðu eina saman. Annað megineinkenni á sögum hans er
áhugi á því sem býr að baki orða og viðbragða fólksins sem sagt er frá.
Hann beinir athygli lesandans margoft að innra manni persóna sinna, skap-
gerð og eðlisþáttum, sem skipta sköpum um framkomu þeirra í sögunni.
Venjulega er þetta gert með óbeinum hætti, með því að láta persónurnar
koma upp um hugarfar sitt með orðum og athöfnum fremur en með beinum
lýsingum á sálarástandi þeirra. Halldór studdist þar við fornan frásagnar-
hátt Islendingasagna, en tengdi hann við sálarfræði nútímans. Hann féll
aldrei í þá gildru að prédika, heldur lét lesandann um að draga sínar
ályktanir, leggja sinn skilning í þá atburði sem hann lýsti á sinn hlédræga
en áhrifamikla hátt.
Þessir eiginleikar Halldórs sem hér hafa verið gerð næsta ófullkomin
skil, hafa fyrir löngu skipað honum sess meðal besm smásagnahöfunda
á íslenska mngu, fyrr og síðar. Það er engin tilviljun að ýmsar smásögur
hans hafa verið þýddar á a. m. k. þrettán þjóðmngur, svo að mér sé kunn-
ugt, og á sumum þeirra hafa komið út heil söfn af smásögum hans. Af
því má ráða að sú almenna skírskotun sem sögurnar búa yfir nær til
lesenda víða um lönd, enda þótt sögusviðið sé íslenskt sjávarþorp eða
sveitabær. En einmitt þetta er aðal mikils rithöfundar.
I ritgerð sem Halldór skrifaði um Maxim Gorkij í Rauðum pennum
segir hann m. a. að Gorkij hefði í verkum sínum sýnt fram á að „dýrseðlið er
ekki, þrátt fyrir allt, hornsteinninn í eðli mannsins, en að það sem niður-
lægir hann og gerir hann ógæfusaman er það skipulag sem byggist á
einkaeignarréttinum og heimildinni til að arðræna og kúga aðra menn".
Þessi ummæli má vissulega heimfæra upp á þá afstöðu sem liggur að
baki sögum Halldórs, enda þótt hann hefði áreiðanlega snúist öndverður
gegn því að vera nefndur í sömu andrá og Maxim Gorkij. En sögur Hall-
4