Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 25
Endurreisn eða auglýsingamennska inn út frá bókmenntalegu sjónarmiði, eins og hann kemur manni fyrir sjónir sem lesanda. Um margra áratuga skeið, eða allt frá dögum Jóhanns Sigurjónssonar og Guðmundar Kambans, ríkti mikil deyfð yfir íslenskri leikritun. Fá sam- bærileg verk komu fram og þó að einstök leikrit, eins og Gullna hliðið og Islandsklukkan, hlym almennar vinsældir vom þau of hefðbundin í efnis- vali og stíl til þess að verða öðmm höfundum fyrirmynd og hvatning. Þjóð- leikhúsið varð ekki heldur sú lyftistöng innlendri leikrimn sem ef til vill hefði mátt eiga von á, og á sjötta áratugnum koma fram sárafá ný íslensk leikrit. En snemma á sjöunda áramgnum dregur til nokkurra tíðinda. Ungur höfundur, Jökull Jakobsson, slær þá í gegn með leikritinu Hart í bak, sem var að vísu ekki frumraun hans á þessu sviði. Með Jökli er í fyrsta skipti frá því Jóhann Sigurjónsson leið kominn fram höfundur sem helgar sig einkum leikskáldskap og óhætt er að segja að njóti almennra vinsælda. En um svipað leyti sendir annar höfundur einnig frá sér nokkur leikrit sem ég efast um að hafi átt minni þátt í því að auka álit manna á þessari bókmenntagrein, Halldór Laxness. Ekki vil ég fella neinn áfellisdóm yfir fyrri tíma leikrimn, en þó er ég ekki viss um nema með leikritum Jökuls og Laxness komi fram í fyrsta sinn í sögu íslenskra leikbókmennta verk sem reyna að takast á við vandamál samtímans af alvöru. Leikskáld nítjándu aldar, menn eins og Sigurður Pémrsson, Matthías Jochumsson og Indriði Einarsson, voru mjög háðir erlendum fyrirmyndum og efnisval og meðferð þeirra tveggja síðarnefndu voru í eðli sínu mjög rómantísk. Þeir sótm sér einkum yrkisefni í þjóðsagnir og sögulega viðburði og hið sama má raunar segja um Jóhann Sigurjónsson þó að verk hans verði að öðm leyti ekki borin saman við það sem liggur eftir þessa höfunda. Sérstaða hans og Kambans markast af því að þeir skrifa hvorugur fyrir íslenska áhorfendur sérstaklega, og þó að báðir notist við íslensk yrkisefni eru þeir í of litlum tengslum við íslenskan samtíma til þess að hann nái að setja svip á verk þeirra. Bæði Jökull Jakobsson og Halldór Laxness standa hins vegar djúp- um rómm í íslensku þjóðfélagi og í leikritum sínum reyna þeir að lýsa og taka afstöðu til þeirra mannlegu vandamála sem þar er að finna. En Jökull og Laxness eru þó mjög ólíkir höfundar og aðferðir þeirra af ólíkum toga spunnar. Fyrsm leikrit Jökuls era natúralísk í öllum umhverfis- og mannlýsingum og þó að stíll hans og efnisval breytist nokkuð síðar og þær spurningar sem hann fæst við eigi trúlega að hafa víðtækari skírskot- un leynir sér sjaldnast að hann er að lýsa íslensku fólki og aðstæðum. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.