Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 26
'límarit Máls og menningar
Fyrstu leikrit Laxness, Straumrof frá '34 og Silfurtúnglið frá ’54, eru einnig
hefðbundin verk; Straumrof er borgaralegur stofuleikur af því tagi sem
Strindberg og Ibsen gerðu fræga og í Silfurtúnglinu er ekki heldur farið
út fyrir mörk hversdagslegs raunsæis. En þar sem Straumrof fjallar einkum
um það sem gerist þegar myrkar hvatir manneðlisins rjúfa friðsælt yfirborð
smáborgaralegs heimilislífs er í Silfurtúnglinu stungið á ýmsum kýlum
borgaralegs þjóðfélags, og það á mun beittari hátt en gert er í skáldsögum
Laxness frá svipuðum tíma. Þarna er hart deilt á þá ómenningu sem af-
skræmir öll upprunaleg verðmæti í von um gróða. „Er hægt að hugsa sér
meiri sælu en eiga góðan mann og lítinn dreing í lágu húsi við lygnan
fjörð í skjóli á bakvið heiminn?“ spyr Lóa snemma í leiknum, en þó er
hún ekki lengi að bíta á agnið og kasta öllu þessu frá sér þegar fulltrúi
vestræns skemmtanaiðnaðar birtist og býður henni gull og græna skóga.
Megingalli leikritsins er að mínu viti sá að sem andstæða við brenglað
gildismat kapítalismans er sett rómantísk útmálun á hinu hamingjuríka
lífi í skauti kjarnafjölskyldunnar. Þegar erlendir auðjöfrar eru hættir að
geta grætt á Lóu og hafa kastað henni frá sér er afturhvarf til fjölskyldulífs
og húsmóðurstarfa það eina sem e. t. v. getur bjargað henni. Þessi galli á
að verulegu leyti rætur að rekja til hins natúralíska forms leikritsins; vegna
þess að höfundur læst vera að lýsa ákveðnum landfræðilega og sögulega
afmörkuðum veruleika, sem við könnumst ágætlega við, verður hann að
finna þau verðmæti, sem hægt er að tefla gegn kapítalísku gildismati, í
þessum sama veruleika. Hinn siðferðilegi tilgangur leyfir honum ekki að
benda á að í rauninni er Lóa jafn undirokuð á heimili þeirra Ola og hún
var sem söngstjarna í Silfurtúnglinu. Hann neyðist því til að einfalda og
jafnvel falsa samfélagsmynd verksins í þágu boðskapar þess. Silfurtúnglið,
og raunar Straumrof líka, gemr því vart talist annað en misheppnuð til-
raun. En seinni leikrit Laxness sýna að hann hefur lært af mistökunum.
I þeim þremur leikritum sem koma á árunum ’6l til ’66, Strompleiknum,
Prjónastofunni Sólinni og Dúfnaveislunni, segir hann skilið við hina natúr-
alísku framsetningu fyrri leikrita sinna og vinnur um leið bug á þeim
melódramatísku tilhneigingum sem þar voru ríkjandi. Allt er með miklum
ólíkindum í þessum leikritum og eru persónur og atburðir stílfærð og
sknunskæld af mikilli dirfsku. Hvergi er lögð nein sérstök áhersla á lík-
ingu þess sem verið er að lýsa við íslenskan veruleika; umhverfi leikjanna
er meðvitað hafið yfir stað og stund. Og þó dylst engum hvert spjómnum
er beint. Þarna verður sá sníkjulifnaður og svindl, sem skáldið sér dafna í
16