Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 26
'límarit Máls og menningar Fyrstu leikrit Laxness, Straumrof frá '34 og Silfurtúnglið frá ’54, eru einnig hefðbundin verk; Straumrof er borgaralegur stofuleikur af því tagi sem Strindberg og Ibsen gerðu fræga og í Silfurtúnglinu er ekki heldur farið út fyrir mörk hversdagslegs raunsæis. En þar sem Straumrof fjallar einkum um það sem gerist þegar myrkar hvatir manneðlisins rjúfa friðsælt yfirborð smáborgaralegs heimilislífs er í Silfurtúnglinu stungið á ýmsum kýlum borgaralegs þjóðfélags, og það á mun beittari hátt en gert er í skáldsögum Laxness frá svipuðum tíma. Þarna er hart deilt á þá ómenningu sem af- skræmir öll upprunaleg verðmæti í von um gróða. „Er hægt að hugsa sér meiri sælu en eiga góðan mann og lítinn dreing í lágu húsi við lygnan fjörð í skjóli á bakvið heiminn?“ spyr Lóa snemma í leiknum, en þó er hún ekki lengi að bíta á agnið og kasta öllu þessu frá sér þegar fulltrúi vestræns skemmtanaiðnaðar birtist og býður henni gull og græna skóga. Megingalli leikritsins er að mínu viti sá að sem andstæða við brenglað gildismat kapítalismans er sett rómantísk útmálun á hinu hamingjuríka lífi í skauti kjarnafjölskyldunnar. Þegar erlendir auðjöfrar eru hættir að geta grætt á Lóu og hafa kastað henni frá sér er afturhvarf til fjölskyldulífs og húsmóðurstarfa það eina sem e. t. v. getur bjargað henni. Þessi galli á að verulegu leyti rætur að rekja til hins natúralíska forms leikritsins; vegna þess að höfundur læst vera að lýsa ákveðnum landfræðilega og sögulega afmörkuðum veruleika, sem við könnumst ágætlega við, verður hann að finna þau verðmæti, sem hægt er að tefla gegn kapítalísku gildismati, í þessum sama veruleika. Hinn siðferðilegi tilgangur leyfir honum ekki að benda á að í rauninni er Lóa jafn undirokuð á heimili þeirra Ola og hún var sem söngstjarna í Silfurtúnglinu. Hann neyðist því til að einfalda og jafnvel falsa samfélagsmynd verksins í þágu boðskapar þess. Silfurtúnglið, og raunar Straumrof líka, gemr því vart talist annað en misheppnuð til- raun. En seinni leikrit Laxness sýna að hann hefur lært af mistökunum. I þeim þremur leikritum sem koma á árunum ’6l til ’66, Strompleiknum, Prjónastofunni Sólinni og Dúfnaveislunni, segir hann skilið við hina natúr- alísku framsetningu fyrri leikrita sinna og vinnur um leið bug á þeim melódramatísku tilhneigingum sem þar voru ríkjandi. Allt er með miklum ólíkindum í þessum leikritum og eru persónur og atburðir stílfærð og sknunskæld af mikilli dirfsku. Hvergi er lögð nein sérstök áhersla á lík- ingu þess sem verið er að lýsa við íslenskan veruleika; umhverfi leikjanna er meðvitað hafið yfir stað og stund. Og þó dylst engum hvert spjómnum er beint. Þarna verður sá sníkjulifnaður og svindl, sem skáldið sér dafna í 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.