Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 30
Tímarit Mdls og menningar
um og bera saman tvö leikrita hans, Hart í bak og Sjóleiðina til Bagdad,
og grípa síðan til dæma úr yngri leikritum.
I Hart í bak er lýst upplausn lítillar fjölskyldu sem býr í gömlum hjalli
vestur í bæ; Jónatans gamla skipstjóra sem eitt sinn var trúað fyrir skipi
þjóðarinnar en sigldi því í strand og dundar sér nú við að ríða net, blindur
og örvasa, Aróru dóttur hans, sem framfleytir sér jöfnum höndum sem
spákona og vændiskona, og Láka syni hennar, ístöðulausum draumóra-
manni. I leikritinu gerist það helst að Ardís, ung stúlka utan af landi,
flytur til þeirra og um stund myndast dálítill vísir að ástarsambandi milli
hennar og Láka, en allt fer það út um þúfur þegar Láki ákveður að halda
til útlanda. I þjóðfélagi nútímans á sambýli þessa fólks engan rétt á sér
og við sjáum allskýrt hvaða öfl sundra því. Aldamótakynslóðin, sem ætlaði
að efla frelsi og manndáð með landsmönnum og Jónatan er fulltrúi fyrir,
hefur beðið siðferðislegt skipbrot: í því þjóðfélagi, sem hún lagði grundvöll
að, ráða nú menn eins og Finnbjörn skransali ríkjum. Finnbjörn heldur
við Aróru og til þess að tryggja sér eignarhald á henni vill hann loka hana
inni í blokkaríbúð með öllum nýtísku þægindum. Aður verður hann þó að
losna við gamla manninn inn á elliheimili og þegar leiknum lýkur hefur
hann fengið vilja sínum framgengt. Leikslokin lýsa þannig miklu vonleysi,
því að allra fjögurra bíður lítið annað en óvissa og einmanaleiki í vélrænu
stórborgarsamfélagi. Gegn þessu hefur höfundurinn ekki annað að setja en
draum um samkennd og samstöðu, en honum tekst að fá okkur til að skynja
þennan draum sem raunverulegan valkost sem glatast vegna ómannúð-
legra þjóðfélagshátta. Seint í leiknum, eftir að Aróra er farin, býðst Ardís
sem sé til að halda heimili fyrir gamla manninn og Láka, en útþráin er of
sterk í honum og hann brennur af löngun eftir að ná sér niðri á þessu
þrönga bæjarfélagi sem hefur niðurlægt hann og fjölskyldu hans. Okkur
er þannig sýnt nógu mikið af umhverfi þessa fólks til þess að skilja hvers
vegna það breytir eins og raun ber vitni; þess vegna fáum við samúð með
því og finnst það ætti betra skilið.
Þó að Sjóleiðin til Bagdad, næsta leikrit Jökuls, gerist í gömlu húsi á
svipuðum slóðum og Hart í bak, er sjónarsviðið talsvert breytt. Þarna búa
sjö manneskjur, en samskipti þeirra eru þó harla yfirborðsleg. Flestir hafa
hugann bundinn við áhyggjur og vandamál sjálfra sín, eigin sjálfsblekk-
ingar skipta hér meira máli en erfiðleikar annarra. Utsýn til þjóðfélagsins
gefur ekki öðru vísi en gegnum hugaróra einstakra persóna og þess vegna
birtast lögmál þess sem hver önnur persónuleg þráhyggja. Yfir öllu grúfir
20