Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 30
Tímarit Mdls og menningar um og bera saman tvö leikrita hans, Hart í bak og Sjóleiðina til Bagdad, og grípa síðan til dæma úr yngri leikritum. I Hart í bak er lýst upplausn lítillar fjölskyldu sem býr í gömlum hjalli vestur í bæ; Jónatans gamla skipstjóra sem eitt sinn var trúað fyrir skipi þjóðarinnar en sigldi því í strand og dundar sér nú við að ríða net, blindur og örvasa, Aróru dóttur hans, sem framfleytir sér jöfnum höndum sem spákona og vændiskona, og Láka syni hennar, ístöðulausum draumóra- manni. I leikritinu gerist það helst að Ardís, ung stúlka utan af landi, flytur til þeirra og um stund myndast dálítill vísir að ástarsambandi milli hennar og Láka, en allt fer það út um þúfur þegar Láki ákveður að halda til útlanda. I þjóðfélagi nútímans á sambýli þessa fólks engan rétt á sér og við sjáum allskýrt hvaða öfl sundra því. Aldamótakynslóðin, sem ætlaði að efla frelsi og manndáð með landsmönnum og Jónatan er fulltrúi fyrir, hefur beðið siðferðislegt skipbrot: í því þjóðfélagi, sem hún lagði grundvöll að, ráða nú menn eins og Finnbjörn skransali ríkjum. Finnbjörn heldur við Aróru og til þess að tryggja sér eignarhald á henni vill hann loka hana inni í blokkaríbúð með öllum nýtísku þægindum. Aður verður hann þó að losna við gamla manninn inn á elliheimili og þegar leiknum lýkur hefur hann fengið vilja sínum framgengt. Leikslokin lýsa þannig miklu vonleysi, því að allra fjögurra bíður lítið annað en óvissa og einmanaleiki í vélrænu stórborgarsamfélagi. Gegn þessu hefur höfundurinn ekki annað að setja en draum um samkennd og samstöðu, en honum tekst að fá okkur til að skynja þennan draum sem raunverulegan valkost sem glatast vegna ómannúð- legra þjóðfélagshátta. Seint í leiknum, eftir að Aróra er farin, býðst Ardís sem sé til að halda heimili fyrir gamla manninn og Láka, en útþráin er of sterk í honum og hann brennur af löngun eftir að ná sér niðri á þessu þrönga bæjarfélagi sem hefur niðurlægt hann og fjölskyldu hans. Okkur er þannig sýnt nógu mikið af umhverfi þessa fólks til þess að skilja hvers vegna það breytir eins og raun ber vitni; þess vegna fáum við samúð með því og finnst það ætti betra skilið. Þó að Sjóleiðin til Bagdad, næsta leikrit Jökuls, gerist í gömlu húsi á svipuðum slóðum og Hart í bak, er sjónarsviðið talsvert breytt. Þarna búa sjö manneskjur, en samskipti þeirra eru þó harla yfirborðsleg. Flestir hafa hugann bundinn við áhyggjur og vandamál sjálfra sín, eigin sjálfsblekk- ingar skipta hér meira máli en erfiðleikar annarra. Utsýn til þjóðfélagsins gefur ekki öðru vísi en gegnum hugaróra einstakra persóna og þess vegna birtast lögmál þess sem hver önnur persónuleg þráhyggja. Yfir öllu grúfir 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.