Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 33
Endurreisn eða auglýsingamennska natúralisma fyrstu leikrita sinna og þreifar fyrir sér um leikrænni stílbrögð og framsetningu, en hann brýtur þó sjaldan gegn boðorðum natúralismans á jafn róttækan hátt og Laxness. Tilraunir hans til umbreytinga á forminu eru aldrei annað en einstök tilhlaup, sem ekki leiða til neinnar heildar- endurskoðunar. Líklega er það einmitt fylgispekt Jökuls og ágætt vald á leikritsformi sem áhorfendur þekktu, sem var forsenda vinsælda hans. Leik- rit Laxness hafá, að Dúfnaveislunni undanskilinni, aldrei hlotið sérstaka lýðhylli, enda er vafamál hvort þau hafa notið sín í leikhúsi sem var jafn þjakað af melódramatískum natúralisma og leikhúsin hér í borg voru fyrr á árum og eru að nokkru leyti enn. Leikritum Jökuls var hins vegar auðvelt að koma til skila með ríkjandi leikstíl, auk þess sem allnáið samstarf virðist fljótlega hafa tekist með honum og leikhúsfólki. Arangur Jökuls sýndi bæði forráðamönnum leikhúsanna og öðrum höfundum að sýningar á íslenskum leikritum þyrftu ekki að vera góðgerðastarfsemi af hálfu leikhúsanna, svip- að og menn virðast hafa álitið áður. Fátt sýnist mér þó benda til þess að Jökull hafi sem höfundur haft nein veruleg áhrif á önnur leikskáld. Leikritsform hans var of hefðbundið og lífsskoðunin of brotakennd til að svo mætti verða. I fljótu bragði get ég ekki heldur séð nein merki þess að leikrit Laxness hafi markað spor á verk annarra, enda verður varla sagt að öfgafengið og persónulegt form þeirra laði til eftirbreytni. Engu að síður er allfreistandi að nota verk Jökuls og Laxness sem viðmiðun þegar reynt er að koma auga á einhver heildarein- kenni á leikritum annarra höfunda. Eins og fram hefur komið er afstaða þeirra til hins natúralíska Ieikritsforms mjög ólík og því ætti að vera hægt að flokka aðra höfunda eftir því hvorum þeir líkjast meir að þessu leyti. Astand rannsóknarefnisins, sem ég lýsti í upphafi, leyfir ekki að hér verði gerð tilraun til slíkrar flokkunar, hún gæti ekki orðið tæmandi og væri því ósanngjörn gagnvart einstökum höfundum. En mér segir svo hugur um að hún myndi leiða tvennt í ljós. I fyrsta lagi að þeir sem hafa risið gegn hefðinni eru mun færri en þeir sem hafa haldið trúnaði við hana. Og í öðru lagi að í hópi „natúralistanna“ eru flestir þeir höfundar sem hafa náð mestum vinsældum á seinni árum. Auðvelt væri að nefna fáein dæmi þessu til sönnunar. Leikrit Odds Björnssonar, Guðmundar Steinssonar og Svövu Jakobsdóttur hafa sjaldan orðið langlífari á fjölum leikhúsanna en leikrit Halldórs Laxness sjálfs og sum nánast fallið vegna dræmrar aðsókn- ar. Hins vegar virðast leikhúsgestir seint ætla að fá sig fullsadda af leikrit- um Jónasar Arnasonar, Kjartans Ragnarssonar og Birgis Sigurðssonar, 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.